Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 15
líka hafðar á boðstólum, og báðir hagnast — kaupandi og
seljandi.
En það er fleira en lagið, sem athuga þarf. Efnið í skón-
um er líka mikilsvert atriði. Efnið þarf að vera svo sterkt,
að það þoli slit, og aflagist ekki fljótt við notkun; svo
mjúkt, að það meiði ekki; svo þétt, að það haldi vætu, en
þó svo gljúpt, að gufað geti gegnum það og fóturinn hald-
ist þurr. Gott leður fullnægir öllum þessum skilyrðum. Þó
vill verða misbrestur á þéttleikanum, þar sem vatnsagi er
mikill, svo sem til sjós, á votlendi, við ýmsa vinnu, er að
fiskverkun lýtur, og raunar eru mörg önnur vinnubrögð
á landi hér, sem þarf við góðar hlífar. Reyndin er sú, að
gúmmístígvél hafa útrýmt leöurstígvélunum algerlega, að
heita má, við alla slíka vinnu, og er það skiljanlegt.
Gúmmístígvélin eru handhæg, þjál í hreyfingum, jafn
mjúk í frosti og hitum, létt, verja vel vætu, og geta verið
samfelldar hosur upp í lærkrika, ef vill. En þau eru líka
gallagripir. Annars vegar gufar ekkert í gegnum þau, svo
að menn eru rakir af svita svo hátt, sem þau ná, og hins
vegar styðja þau ekki fæturna; ennfremur leiða þau vel
hita, svo að þau eru of heit í hitum, en ísköld í frosti. Er
þetta því bagalegra, sem þeir menn, er mest nota þessi
stígvél, hafa langar stöður og erfiðar. Á togurum er vinnu-
dagurinn ákveðinn 16 stundir á sólarhring, en á línubát-
um og við aðgerð í landi eru engin vökulög, og ekki heldur
við síldveiðai'. Til þess að hvíla sig frá gúmmístígvélunum
nota margir sjómenn legghá leðurstígvél með trébotnum,
þegar því verður við komið (a. m. k. var það algengt fyrir
6—8 árum), og er slíkt mjög til bóta, það sem það nær.
Myndi margur maðurinn þurfa að þola minna vegna fóta-
veiki og bakraunar, ef heppilegur fótabúnaður væri til í
stað gúmmístígvélanna. En því er verr, að þess mun eng-
inn kostur; a. m. k. hefi ég hvergi heyrt eða séð getið um
skófatnað, sem líklegur væri til að keppa við gúmmístíg-
Heilbrigt líf
141