Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 38
gr. til uppjafnaðar á dag. Börn og unglingar á vaxtar-
skeiði þurfa hlutfallslega meiri eggjahvítu, en fullorðnir.
Afleiðingarnar af eggjahvítuskorti leynast ekki til lang-
frama. Líkamsþróttur þverr, og verður þess einkum vart,
ef til snöggrar áreynslu kemur; sömuleiðis dofnar táp,
andlegt þrek og viðnámsþróttur gegn hvers konar sjúk-
dómum. Talið er og', að eggjahvítuskortur sé a. m. k. ein
af orsökunum til hungurbjúgsins eða hungurlopans, sem
áður fyrr fylgdu svo oft hallærum; varð hans og víða
vart á síðari árum heimsstyrjaldarinnar 1914—18. Af-
drifaríkastur er þó eggjahvítuskorturinn fyrir börnin, því
að auk þessa kemur kyrkingur í vöxt þeirra, og getur svo
farið, ef mikil brögð eru að, að þau nái aldrei fullum
líkamsþroska, þótt skortinum létti.
Það er því ekki álitlegt að tefla á tæpasta vaðið með
eggjahvítuna, og sízt vegna þess, að jafnaðarlega eru eng-
in tök á því að hnitmiða svo eggjahvítumagnið í fæðunni,
að ekki geti skeikað allverulega. Þar við bætist og, að ekki
er öll eggjahvíta jafngild, enda hefir samsetning og magn
fæðunnar að öðru leyti áhrif á eggjahvítuþörfina. Mætti
ætla, að aðeins sterk rök fyrir skaðsemi eggjahvítunnar
gætu fengið menn til þess að ganga eins langt og margar
.jurtaæturnar í því að takmarka eggjahvítuneyzlu, og eiga
þannig sífellt við yfirvofandi eggjahvítuskort að búa. En
slík rök, er standist gagnrýni, eru ekki fyrir hendi.
Því er oft slegið fram, að við brennslu eggjahvítunnar
myndist alls konar óholl úrgangsefni, er safnist fyrir í
líkamanum, eitri hann smám saman og valdi ýmsum áj úk-
dómum. Við brennslu eggjahvítunnar myndast að vísu
ýmis „úrgangsefni", sem líkaminn þarf að losna við. En
sama má segja um önnur næringarefni; og heilbrigður
líkami er ekki í neinum vandræðum með að skila þeim frá
sér, því að það er aðeins einn af eðlilegum þáttum efna-
byltingarstarfsemi hans.
164
Heilbrigt líf