Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 64
úr sér og er illa við haldið. Umgengni almennings er
undursamlega skrælingjaleg og skrílsleg alls staðar, þar
sem hann kemst að. Skemmdarfýsnin furðuleg. Er því
næstum vorkunn, þó að menn þreytist á að lagfæra það,
sem úr lagi er fært“. — Þetta var ljót saga.
Barnauppeldi.
í skýrslunum er ekki nema tæp blaðsíða um þetta
merkilega mál. Sjö héraðslæknar geta ýmislegs, sem mið-
ur fer í þessu efni, og eru yfirleitt svartsýnir. Bíldudals-
héraðslæknir: „Foreldrar, hér á Bíldudal virðast frekar
sinnulausir um uppeldi barna sinna. Sá ósiður er mjög
rótgróinn að láta börn slæpast úti fram eftir öllum kvöld-
um, með ærslum og ljótum munnsöfnuði. Þá er það ekki
ótítt, að börn innan fermingaraldurs séu á dansskemmt-
unum langt fram á nætur innan um drukkna menn,
slagsmál, og í lofti sem er þykkt af ryki og tóbaksreyk“.
— Blönduóshérað: „Barnauppeldi tel ég sæmilegt víðast
hvar. Þó eru vitanlega til mæður, hér sem annars staðar,
sem eru alls ófærar til að hafa börn undir hendi. Ber
nokkuð á því á Skagaströnd, að börn á einstaka heimili
alast upp til þess að verða þjófar og skækjur, en varla
mun það verra en í öðrum kauptúnum“. Þetta voru dap-
urlegar skuggahliðar. Vonandi er ástandið ekki svona
í kauptúnum yfirleitt, sem læknirinn lætur í veðri vaka.
— Ekki hefi ég í Heilbrigðisskýrslum rekist á frásögn
um þá góðu nýjung, að stofnaðir hafa verið leikskólar
(,,Kindergarten“), a. m. k. í Reykjavík, undir stjórn for-
stöðukvenna, sem hafa kynnt sér slíkar stofnanir erlendis.
Ég hygg, að vænta megi sér góðs af leikskólunum, sem
taka að sér börn innan skólaskyldualdurs, og létta tals-
verðu af mæðrunum, því að börnin dveljast þar mikinn
part dags og fá þar eina máltíð, eða hafa með sér bita.
190
Heilbrigt líf