Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 116
máli var komið á laggirnar. Síðan minntist hann á starf R.K.Í. allt
fram til þessa dags.
Þá sýndi Bjarni læknir Jónsson fundannönnum ýmis hjúkrunar-
og læknisáhöld, er notuð væru í þágu loftvarna og annarra slysa,
er fyrir kæmu.
Þótt fundurinn væri illa sóttur, var einróma samþykkt að stofna
deild R.K.AK. nú þegar, þar sem telja mætti víst að þeir 90 menn,
er skráðir voru á listann, mættu teljast tryggir félagar stofnunar-
innar. Tillaga urn kosningu 9 manna nefndar til undirbúnings frarn-
haldsstofnunar deildarinnar var samþykkt og hún kosin sem bráða-
birgðastjórn. Þessir hlutu kosningu: Olafur Finsen, fyrrv. héraðs-
læknir, dr. med. Árni Árnason, héraðslæknir, Hallgrímur Björnsson,
læknir, Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, Ingunn Sveinsdóttir,
frú, Elisabet Guðmundsdóttir, frú, Njáll Þórðarson, skipstjóri,
Fríða Proppé, lyfsali, Svava Þorleifsdóttir, skólastjóri.
Mánudaginn 4. júní þ. á. boðaði stjórnin til framhaldsstofn-
fundar R.K.deildar Akraness. Á fundinum var rætt um lög fyrir
deildina. Til hliðsjónar var hafður grundvöllur fyrir lögum
R.K.d.Hf., er formaður R.K.I. hafði látið stjórninni í té. Lögin voru
lesin upp og rædd grein fyrir grein, siðan samþykkt með örlitlum
breytingum samkv. staðsetningu. Samþykkt var að láta prenta lög
deildarinnar sem fyrst. Síðan fór fram stjórnarkosning, og var
bráðabirgðastjórnin endurkosin. Þá voru kosnir endurskoðendur:
Jón Sigmundsson og Ingólfur Jónsson. Rauða Kross deild Akraness
var því löglega stofnuð, með ca. 100 meðlimum. Stjórnin skipti
þannig með sér störfum, að form. var kjörinn fyrrv. héraðslæknir
Ólafur Finsen, varaform. dr. med. Árni Árnason, héraðslæknir,
ritari frú Elísabet Guðmundsdóttir og féhirðir Fríða Proppé lyfsali.
Með bréfi dagsettu 12. júní sótti stjórnin fyrir deildarinnar hönd
um að verða deild í Rauða Kross Islands, með þeim skilyrðum og
skyldum og réttindum, er því fylgja og fram er tekið í lögum R.K.Í.
Með bréfi dagsettu 1. júlí fékk R.K.d.AK. tilkynningu frá R.K.Í.,
að henni hefði frá 30. júní verið veitt staðfesting, sem fullgildri
deild í R.K.Í. samkv. 4. gr. laga hans. Jafnframt sendi hún deildinni
í stofnfé helming þeirrar fjárhæðar, sem safnazt hefir í byggðar-
lagi voru fyrir sölu á merkjum félagsins síðustu 2 öskudaga. Upp-
hæðin nam kr. 348,50.
2. Stjórnarstörf:
Auk þeirra tveggja funda, er að framan er getið, hefir stjórnin
242 Heilbrigt líf