Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 59
talið, nema það, sem leitar Landspítalans. Væri rétt að
athuga þennan lið í næstu Heilbrigðisskýrslum. Annars
er sundurliðuð skrá um beinbrot og liðhlaup, alls 348.
En þessi slys eru, sem sagt, miklu tíðari. M. a. hygg
ég vantalin hryggbrot, sem eru algengari en leikir og
lærðir gera sér í hugarlund.
GetSveiki o. fl.
Geðveikir eru taldir 102, fávitar 164, daufdumbir 46,
málhaltir 78, heyrnarlausir 37, en blindir 357. Geðveikir
eru 37 karlar en 65 konur. Málhaltir eru 45 karlar, en 21
kona og 12 börn, blindir 210 karlar, en 144 konur. Þrjú
börn eru talin blind.
Tölur þessar eru víst fjarri því að vera nákvæmar, því
að upplýsingar vantar úr Reykjavík, nema um þá blindu.
Verður ekki gerð gangskör að skýrslusöfnun í höfuð-
staðnum?
Ymis heilbrigðismál.
Hér er yfirlit um heilbrigðislöggjöf 1939, heilbrigðis-
starfsmenn, spítala, heilsuvernd, sjúkrasamlög og Rann-
sóknastofu Háskólans. Þar voru gerðar 4446 ýmislegar
rannsóknir vegna berklaveiki, taugaveiki, kynsjúkdóma
o. fl. Ýmsar húsdýrarannsóknir eru taldar 515, en vefja-
rannsóknir (menn) 526. Gerðar voru þar og 88 krufning-
ar. — Stutt skýrsla er þarna líka um matvælaeftirlit
ríkisins. Forstöðumaður þess er Dr. Júlíus Sigurjónsson.
Til rannsóknar hafði verið tekinn mesti fjöldi af fæðu-
tegundum.
Sjúkrasamlög voru 12, með samtals 33.258 meðlimum
(rúm 20 þús. í Reykjavík). Meðlimatalan nam 27,8%
allra landsmanna.
Heilbrigt líf
185