Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 105
70 konur á aldrinum 16—55 ára, mest skólafólk og starfsfólk
ýmissa stofnana.
I. Skipulögð neyðarhjálp: í jan. barst R. K. í. skýrsla frá
Alþjóðarauðakross-miðstjórninni í Genf með titlinum: „Coordinated
disaster relief“. Stjórnin ákvað þegar að fá hana þýdda og tók
Dr. G. Claessen það að sér. Var hún fjölrituð á kostnað loftvarna-
nefndar og' afhent henni til útbýtingar handa ýmsum trúnaðar-
mönnum loftvarnanna, þar eð hún inniheldur margvísleg'an fróð-
leik, sem þeirn er nauðsynleg'ur, um það hversu Rauðakross-félögin
skipuleggja starfsemi sína á neyðartímum.
J. Rauðakross-passi: Skv. tilmælum I. R. C. hafa allar hjálpar-
sveitir R. K. í. fengið Rauðakross-stimpil og R.K.-skrásetningu
á passa sína.
2. Heilsuverndarstarfsemi:
a. Sumardvöl barna í sveit 1941:
Um páskaleytið var R. K. í. og barnaverndarráði íslands falið
af stjórnarvöldum ríkisins og Rvíkur, fyrir forgöngu loftvarna-
nefndar og' öryggismálanefndar, að undirbúa og sjá um brottflutn-
ing barna úr bænum, því að ófriðarblika ,var í lofti. —1 Kaus R.
K. í. til þess starfa þá Sch. Thorsteinson, Har. Árnason og Sig.
Thorlacius, og var Sch. Thorst. form. Sumardvalarnefndar eins
og sl. ár. Var þá kennslu hætt í barnask. og samtímis hafin undir-
búningur um brottflutning og móttökustaði út um sveitirnar. Mjög'
var áberandi, hversu tregar undirtektir foreldra í Reykjavik voru
til þess að senda börn sín á sveitaheimili, og- fóru svo leikar sem
hið fyrra ár, að færri sveitaheimili fengu börn en vildu, og varð
fyrir þá sök öll starfsemin umsvifameiri og' dýrari í rekstri. Utbúa
þurfti 12 barnaheimili í skólum og skýlum út um sveitir og var
komið fyrir í þeim 625 börnum, en 684 voru vistuð á sveitaheimil-
um víðs vegar um landið, og 165 ungbörnum var ásamt mæðrurn
komið fyrir á mæðraheimilum. Voru alls 1474 börn beinlinis á
vegum Sumardvalarnefndar. Auk þess voru rúmlega eitt þúsund
börn styrkt með flutningi og fatakaupum.
Sumardvalarnefnd, ásamt barnavinafélaginu Sumargjöf, öfluðu
urn 60 þús. kr. með frjálsum samskotum, merkjasölu og skemmtun-
um eða 14%, en framfærendur barnanna guldu álika mikið. Ríkis-
sjóður og bæjarsjóður Rvíkur lögðu til rúmlega 150 þús. kr. hvor.
Sökum kvartana úr sveitunum sl. ár um, að óþrif og kláði bær-
ust með börnunum, var það ráð tekið að framkvæma á þeim gagn-
Heilbrigt líf
231