Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 17
tiltölulega dýrir, ef þeir eru með góðu lagi, og vandað til
þeirra.
Ein skótegund er ótalin, sem víða er notuð og mætti þó
vera enn víðar, en það eru tréskór. Man ég, að þeir voru
nokkuð í notkun hér um tíma, fyrir aldarf jórðungi, sér-
staklega af börnum og unglingum. En mér er ókunnugt
um, hvernig stóð á því, að byrjað var að nota þá, eða af
hverju þeir lögðust niður aftur.
Tréskór hafa ýmsa góða kosti, og má segja, að þeir séu
prýðilegur skófatnaður, þar sem þeim verður við komið,
ekki sízt fyrir börn, er þau komast nokkuð á legg, og
unglinga. Og margir fótaveikir, sem miklar stöður hafa,
þola þær miklum mun betur á tréskóm, en nokkrum öðr-
um skófatnaði.
Botninn í tréskóm er góður, liggur vel undir ilinni, ef
hann er sæmilega smíðaður, fæturnir eru frjálsir, tærnar
hreyfast, eru notaðar, og það látlaust, því að til þess að
halda tréskónum á fætinum, þarf að beita tánum. Er þetta
kannske mest um vert, því að, ef vér gætum og þyrftum
að jafnaði að beita tánum, og nota fæturna eins alhliða og
náttúrubörnin, væri minna um fótakvilla og alls konar
vanlíðan í þeim dúr, en raun er á.
En vér höfum maibikaðar götur og bíla, miðstöðvar-
hituð steinhús, lyftur, rennandi vatn í hverri íbúð, síma
og rafmagn, og hver vill skipta á því og liðugum tám?
Kvef
Vörn við kvefi: I ensku læknariti er gefið þetta ráð: Dreypið
nokkrum dropum af þorskalýsi í nasirnar og sjúgið það aftur í
nefkok.
Heilbrigt líf
143