Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 71
deyi út öSrum fyrr, og þess vegna lifir hjátrúin sjálfsagt
góðu lífi í einhverri mynd eða myndum, unz „sígur fold
í mar“.
Ég gat þess áðan, að ein hin blessunarríkasta uppgötv-
un, sem gerð hefir verið fyrir mannkynið, væri sú, er
Jenner fann upp á því að bólusetja með kúabólu til varn-
ar gegn bólusótt. Ekki þarf nema örlítinn snefil af þekk-
ingu á aðförum þeirrar manndrápssóttar á undan og eftir
að bólusetningu var farið að tíðka til þess að ganga úr
skugga um það.
Og slys af völdum bólusetningar eru svo fátíð, ef rétt
er að farið, að þau koma alls ekki til greina í samanburði
við það mikla öryggi, sem bólusetningin veitir. Menn
skyldu því ætla, að það veittist örðugt að afla þeirri hjá-
trú fylgis, að bólusetningin væri engin vörn gegn bólu-
sótt, og að hún væri stórhættuleg, jafnvel undirrót og
orsök flestra þeirra meina, sem mannkynið þjá nú á dög-
um, og náttúrlega eiga að vera verri og háskalegri, en var
á „þeim gömlu og góðu dögum“, sbr. „heimur versnandi
fer“. En til eru í flestum menningarlöndum, og hafa
verið alla tíð síðan farið var að bólusetja, nógu kjark-
góðir menn til þess að halda þessu fram og skipa sér í
harðsnúnar áróðurssveitir, til þess að berjast gegn bólu-
setningunni. Má það merkilegt heita, að engin tilraun
skuli enn hafa verið gerð, til þess að prédika þessa vizku
hér. Ég hefi nýlega lesið bók, sem heitir „Bólusótt og bólu-
setningar í Noregi“ eftir Dr. 0. Malm, er var forstöðu-
maður bólusetningarstofnunarinnar í Oslo, þegar bókin
var gefin út. Er hún að vísu ekki ný af nálinni, kom út
1915, en það gerir fráleitt neitt til, því að síðan hefir
hvorki breytzt þekkingin á nytsemi bólusetningarinnar
né sá sálarlegi jarðvegur, er þessi hjátrú sem önnur
sprettur úr. Má því telja víst, að áróður bólusetningar-
mótmælenda sé enn svipaður því, sem þá var. Mér var
Heilbrigt líf
197