Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 90

Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 90
neyzla menningarþjóðanna á verksmiðjusykri. Hann er ónáttúrlegt fæði, fremur en nokkur önnur fæðutegund. Og það skal þurfa meira en smávægilegt steinkast, til þess að telja mig ofan af þessum skoðunum. Til þess þarf óyggjandi rök, en ég hefi ekki orðið þeirra var í ásökunum í minn garð af hendi þeirra, er að „Heilbrigðu Lífi“ standa né annarra. Þá vil ég minnast nokkrum orðum á ritdóm Júlíusar Sigurjóns- sonar, dr. med., um bókina „Sannleikurinn um hvíta sykurinn", sem Náttúrulækningafélag Islands gaf út í fyrra. (Heilbrigt Líf, l. , 3.—4. h.). Ritdómur þessi er mér glögg og greinileg ábending þess, hve fjarri sumir skrifborðslærðir vísindamenn eru því að skilja náttúrlega heilbrig-ði og þau rök, sem henni ráða. Bókin er einmitt réttmæt og rökstudd uppreisn gegn þessum skrifborðs- visindum, sem hirða lítið um fullkomna heilbrigði, en sökkva sér nið- ur í sjúkdóma og sjúkdómseinkenni. Ritstjóri „Heilbrigðs Lífs“ virð- ist vera ritdómaranum sammála og kallar mig til ábyrgðar fyrir, að bók þessi skuli hafa komið út hér. Eg skorast ekki undan þeirri ábyrgð, siður en svo. Og einmitt þess vegna vil ég taka „ritdóm- inn“ til athugunar, svo að lesendur tímaritsins megi kynnast mál- inu frá báðum hliðurn. Bókin „Sannleikurinn um hvíta sykurinn" er til orðin sem svar við áróðurspésa, sem sykurframleiðendur i Svíþjóð gáfu út fyrir nokkrum árum og útbýttu ókeypis í tugþúsunda tali í því skyni að útbreiða og auka notkun hvítasykurs þar í landi. I pésanum var hvíti sykurinn lofaður í öllum tóntegundum, fólk hvatt til að borða sem mest af honum, og sérstaklega var mælt með honum handa börnum og íþróttamönnum. Þegar þess er gætt, að höfundur bókarinnar, Are Waerland, sem er mikilsmetinn næringai'fræðingur með mikla reynslu að baki og brautryðjandi á sviði náttúrlegra lifnaðarhátta í Svíþjóð, er hér að andmæla ósvífnum áróðri, sem varðar líf og heilsu heillar þjóðar, þá verður það skiljanlegt, að hann notar sterk orð um skaðsemi hvíta Sýkursins og athæfi þeirra manna, sem vilja auka notkun hans. En þrátt fyrir það færir hann góð og fullgild rök fyrir hverri staðhæfingu. Rök Waerlands eru m. a. fólgin í tilvitnunum í ummæli milli 20 og 30 annarra næringar- fræðinga og vísindamanna, margra þeirra heimskunnra, og gefur það bókinni sérstakt gildi, bæði í augum lærðra og leikra. Hann sýnir fram á, hvernig sykurinn veikir viðnámsþrótt manna og or- sakar þannig beint eða óbeint fjölda hrörnunarkvilla, sem hann nefnii' marga með nöfnum. Auðvitað skilur enginn viti borinn les- 216 Heilbrigt líf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Heilbrigt líf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.