Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 56
hugun á hrygg barnaskólabarna ísafjarðar kom í ljós,
að 70 börn voru með meiri eða minni hryggskekkju“.
Þessi ummæli héraðslæknis ísfirðinga bera vott um ófull-
kominn',,social“ þroska hjá ráðamönnum bæjarins. En
e. t. v. hefir þetta lagazt síðan 1939, sem skýrslan nær til.
Héraðslæknirinn í Ögurhéraði fann langmesta óværu
í tveim skólum, í 86 og 94% af börnunum. „f þeim tveim
hreppum var lagt til orustu við lúsina og sums staðar
við aðstandendur líka. Fyrst voru áróðursrit send inn
á heimilin, en síðan barizt með súblímatediki. Að 3 mán-
uðum liðnum var svo komið í opna skjöldu og kannað
með eftirfarandi árangri. Útkoman var sæmileg“.
Héraðslæknirinn í Öxarfjarðarhéraði telur tann-
skemmdir fara minnkandi. „Lús er að staðaldri á að
minnsta kosti 1 heimili í hverjum hreppi, og verða þau
svo skeinuhætt, að lús kemur á flest heimili árlega, en
umfram allt eiga skólarnir í vök að verjast, enda eru þeir
safnendur og dreifendur allra faraldra sinna sveita“.
f Reyðarfjarðarhéraði varð ein telpa í barnaskóla van-
fær, (fóstrinu eytt á Landspítalanum).
Geitur fundust ekki í neinu skólabarni, svo að vitað sé.
Það er af sem áður var — fyrir svo sem 20 árum —
þegar einn af hverjum þúsund landsmanna var með geit-
ur í höfðinu. Geitnasjúkdómurinn hefir verið læknaður
með röntgengeislum.
Aðsókn a‘ð læknum og sjúkrahúsum.
Sjúklingafjöldinn er til uppjafnaðar 68.8% af íbúa-
tölu héraðanna. Að meðaltali fer hver héraðslæknir 79,8
ferðir. Ep mjög er það misjafnt, hve víðreist þeir gera.
Efstir á blaði eru vitanlega læknarnir í fjölmennustu
sveitahéruðunum: í Rangár- 278 læknisferðir, en í Eyrar-
bakkahéraði 211 ferðir. Héraðslæknirinn þar hefir ferð-
ast rúmlega 9000 km. á árinu. Þá er héraðslæknirinn á
182
Heilbrigt líf