Heilbrigt líf - 01.12.1942, Page 88
stéttar, og öllu heldur mótblástur, svo einföld og augljós sannindi,
sem hún hefir þó haft að flytja, þá má þó á ýmsu merkja, að al-
menningur hefir ekki daufheyrzt við henni með öllu. Þetta er nú
svartsýnin, sem sumir kollega minna hafa borið mér á brýn.
Reynsla min nú um hálfan fimmta tug ára bendir mér eindregið
á það, að hrörnunarkvillar hafi farið vaxandi hér á íslandi ekki
síður en meðal annarra menningarþjóða. Ég viðurkenni fyllilega,
að læknisfræðinni hefir tekizt að vinna bug á ýmsum næmum sjúk-
dómum, allt frá tímum Pasteurs, Listers og annarra mætra vísinda-
manna. Hinu verður tæplega neitað, að sjúkdómar eins og tann-
veiki, botnlangabólga, taugabilunarkvillar, sjúkdómar í innkirtlum,
ýmsir sjúkdómar í hálsi og beinholum andlits, í hjarta og æðum, að
ógleymdu krabbameininu, séu orðnir tíðari en áður, enda um marga
þessara kvilla sannað með tölum og rökum, sem ekki verða hrakin,
að um verulega aukningu sé að ræða á undanförnum áratugum.
Ég hygg, að allmargir héraðslæknar í fjölmennum héruðum þessa
lands séu mér sammála um þetta, og sumir þeirra hafa skrifað mér
það álit sitt.
Ég hefi ennfremur haldið því fram, að það þætti sannað mál
meðal merkustu manneldis’fræðinga heimsins, að unnt væri að koma
í veg fyrir þessa sjúkdóma og marga aðra. Vil ég sem slíka nefna
Alexis Carrel, Bircher Benner, Sir Arbuthnot Lane, Mc Cann, Are
Waerland og Hindhede. Fyrir bein eða óbein áhrif þessara manna
er það, að Parlamentið í London hefir nú bannað að gera brauð
úr hvítu hveiti. Ur hveitinu má ekki sigta meira en 15%. Þó er
leyft að bæta við þetta mjöl 25% af hvítu hveiti, meðan gamlar
birgðir endast. Ennfremur er víða í löndum hafinn áróður gegn
hinum hvíta blíkta sykri á sama grundvelli og gegn hvíta hveitinu.
íslendingar standa flestum þjóðum lakar að vígi að því er snertir
öflun margra heilsuverndandi fæðutegunda. Island er aldinsnautt
land. Þjóðin er vankunnandi um ræktun og notkun grænmetis. Hún
er skilningssljó á notkun grastegunda og káls, sem vex hér villt.
Sem vott um þá vankunnáttu og skilningsleysi má nefna, að meðan
hollar jurtir, þrungnar fjörefnum og næringarsöltum, jurtir, sem
vaxa svo að segja í hverju túni um allt land, svo sem heimulinn
(njólinn), fíflablöð, súrur, og ýmsar aðrar, svo sem blóðberg, vall-
humall, ljónslöpp o. fl. o. fl., eru látnar ónotaðar, þá etur fólkið
ógrynni af rabarbaraleggjum, sem innihalda mikið af óhollum sýr-
um, og dekrar við smekkinn með því að hauga í hann sykri, hvort
214
Heilbrigt líf