Úrval - 01.10.1946, Síða 8
6
TJRVAL
an umbreytist og flyzt um
líkamann til þess að endurnýja
dauða vefi, eða er notuð sem
orka, er ólík þeirri efnarás, sem
gerist þegar líkaminn er sjúkur.
Þetta vitum við, en við vitum
ekki nákvæmlega í hverju hinar
óeðlilegu efnarásir í sjúkum
líkama eru fólgnar. Með hjálp
hinna geislavirku efna munum
við geta komist að því, en það
þýðir að við höfum miklu meiri
möguleika til að ráða við og
fyrirbyggja sjúkdórnana. Eitt
dæmi nægir til að skýra þetta.
Krabbameinsfruman er töluvert
frábrugðin eðlilegri frumu. Ef
við getum fylgst með þeirri
fæðu, sem krabbameinssjúkling-
urinn neytir, munum við geta
uppgötvað hvaða efni krabba-
meinsfruman notar sér til upp-
byggingar og hvaðan hún tekur
þau. Ef við álítum, að krabba-
meinsfruman lifi á ákveðnum
efnum, sem finnast í fæðunni,
getum við ef til vill ráðið niður-
lögum krabbameinsins með því
að gefa sjúklingnum fæðu, sem
ekki inniheldur þessi efni. Það
skal tekið fram, að þetta er að-
eins hugsað dæmi til skýringar.
Á sama hátt væri hægt að rann-
saka alla aðra sjúkdóma.
Loks getum við ef til vill á
þennan hátt leyst ráðgátur ell-
innar. Við vitum, að þær efna-
rásir, sem gerast í líkamanum,
breytast hægt með aldrinum, en
við vitum ekki á hvern hátt.
Með hjálp geislavirkra frum-
einda munum við geta fylgt
þessum breytingum, á sama
hátt og hjá sjúklingnum, og ef
við þekkjum þær, virðist það
ekki vera of mikill bjartsýni að
álykta, að hægt verði að hindra
þær eða tef ja, og þar með lengja
líf mannanna. Ennfremur munu
hinar geislavirku „leiðsögu-
frumeindir“ gefa okkur tæki-
færi, sem geta haft ófyrirsjáan-
lega möguleika. Með því að nota
nýtt afbrigði af kolefnisfrum-
eindum, munum við geta rann-
sakað á hvaða hátt jurtirnar
nota orku sólarinnar til að um-
breyta ýmsum undirstöðuefn-
um, svo sem kolatvíildi, vatni
og vissum steinefnum í sykur,
sterkju og eggjahvítuefni. Ef
við komumst að því, á hvaða
hátt þessi efnarás gerist, getum
við ef til vill komist svo langt
að láta hana gerast í efnasmiðj-
um, án milligöngu jurtanna.
Þegar þetta tekst, munum við
ekki lengur vera háð jarðvegin-
um til þess að gefa okkur hið
daglega brauð. Við mundum