Úrval - 01.10.1946, Side 14
12
'O'RVAL
austur í Siberíu. Hreindýra-
sleðar Jónasar komu til Kara-
suado í sama mund, sem ég steig
út úr langferðabílnum á þess-
um afskekkta stað, 300 mílum
norðan við heimsskautsbaug. I
þessum bíl hafði ég ferðast
síðustu fjórar stundirnar, og
einasti förunautur minn, utan
vagnstjórans, var framliðinn
og gaddfrosinn hirðingi, sem
var á leiðinni til greftrunar í
landi ættflokks síns, einhvers
staðar norður í víðáttunni. Hér
urðum við báðir að skipta um
farartæki, því að lengra varð
ekki haldið inn í kuldann og
hríðina, nema á hunda- eða
hreindýrasleðum.
Og nú var ég kominn í tjald
til Jónasar og sötraði þráan
samsetning af kaffi, saltvatni
og hreindýrafeiti. Undir drykkj-
unni hlustaði ég á konu Jónasar
líkja bifreið við „sleða, sem
hreindýr þarf ekki að draga.“
Bróðir Jónasar hafði séð einn
slíkann í Murmansk.
Kofi Lappans eða tjald er
virki hans. Enda þótt hverjum
ferðalangi sé leyfilegt að ganga
óboðnum til búðar hirðingjans,
er samt harla óviðeigandi að
ana fyrirvaralaust inn fyrir við-
ardrumbinn, sem stendur til
hliðar, rétt innan við tjaldskör-
ina. Bilið milli drumbs og skar-
ar er „forstofan"! Gerðu svo
vel að ganga í bæinn, en taktu
þér bara sæti á drumbnum,
þangað til þér er bo'öiö inn.
Það verður „ekki tekið eftir“
þér, fyrr en búendur tjaldsins
eru reiðubúnir að bjóða þig vel-
kominn.
Þannig var það, þegar ég
kom heim til Jónasar. Lengi
vel varð ég að sitja á viðar-
drumbnum og komst þá ekki
hjá því að horfa á húsmóðir
mína tilvonandi vinna í óðaönn
að unairbúningi undir komu
mína, á sama hátt og f jölmargar
fátækari húsmæður í úthverf-
um stórborga. Hún tók hvílu-
poka ungbarnsins ofan af snaga
og gaf baminu brjóst sín.
Lappabörnin eru reyfuð svo
miklum dúðum, að fyrir kemur
að þau kafna í þeim. Að svo
búnu hagræddi hún vandlega
feldinum á gólfinu, en þeir
mundu áreiðanlega gera marga
konuna úteyga af öfund. Hún
skaraði í eldinn, svo að gneista-
fiugið lagði út um strompinn í
innri enda tjaldsins. Hún
hrærði í potti og lagfærði hvað-
eina, eins og siður er, þegar
gesta er von. Meðan allt þetta