Úrval - 01.10.1946, Side 15
Á „HREINDÝRASLÓÐUM"
13
fór fram, var ég algerlega
hundsaður. Ég var ekki form-
iegur gestur enn, og það var
ekki fyrr en Jónas kom aftur
frá því að gegna dýrunum sín-
um, að mér var boðið inn fyrir
trjákubbinn!
Réttum umgengnisvenjum
hafði verið fylgt. Ég var ekki
lengur með öllu framandi.
Stríðsþáttur þessara hirð-
ingja er ekki metinn sem skyldi.
Finnsku Lappamir börðust
engu óvægilegra heldur en ætt-
bræður þeirra á Kólaskaganum
rússneska. Lapparnir gerðu
fleira en skjóta af rifium. Árið
1940 voru norsku hjarðmenn-
imir leiðsögumenn brezkra,
franskra og norskra hersveita
um túndrurnar og fjöllin, og
eftir að stríðið barst á þessar
norðlægu slóðir, gerðust finnsku
og rússnesku Lapparnir fylgd-
armenn möndulherjanna og
rauða hersins og létu þeim í té
grávöru og hreindýrakjöt. Það,
að Lappi fellir hreindýr sín, er
mæiikvarðinn á þegnskap hans
við það land, sem hann gistir.
Því að hvernig getur hirðinginn
séð sér farboða, án kvikfénað-
ar? Ekki hægt! Árið 1939 voru
talin miljón hreindýr í Lapplandi
— hinu norsk, sænska, finnska
og rússneska — samaniagt. En
styrjöldin hefir saxað drjúgum
á þessa tölu. Og þetta veldur
Lappanum þungum áhyggjum,
því að hvenær sem er geta úlfar
og pestir — hinir eilífu erki,-
féndur hirðingjans og bústofns-
ins — höggvið enn dýpra í sama
knérum. Það er mikið í húfi, því
að hinir hyrndu hreindýrahaus-
ar eru kóngahöfuð þessa norð-
urríkis.
Þarna er selur við ströndina,
og sums staðar má finna í jörðu
frosna skrokka mammútdýra,
sem haldist hafa óskemmdir í
margar aldir, vegna kuldans. Svo
er hægt að veiða elgi, birni og
úlfa, sér til matar. En hrein-
dýrið er lífsundirstaða Lappans.
Verið getur að hann eigi þúsund
hreina hjörð — og þá er hann
lapplenzkur milljónari. Kannske
á hann ekki nema fáein eyki.
En hvort heldur sem er, treyst-
ir hann á hreindýr sín til allra
þarfa — til fæðis, klæðis og
flutninga.
Það er ógerningur að ofmeta
þýðingu hreindýranna fyrir til-
veru Lappans. Þau eru einustu
samgöngutæki þessa vegalitla
lands. Úr feldum þeirra saumar
Lappafrúin föt, skó og rúm-
fatnað, og bein og sinar koma