Úrval - 01.10.1946, Side 17
A „HREINDÝRASLÖÐUM"
15
óhræsis hreinninn ryki með mig
út í næsta snjóskafl. Þetta kom
fyrir hvað eftir annað. Og í hvert
skipti bar æ minna á rauðu
stromphúfunni hans Jónasar,
framundan mér. „Láttu þér ekki
bregða, þótt þú fallir af sleðan-
um,“ hafði mér verið sagt.
„Taumunum er fest við úlnlið-
inn, og líkamsþungi þinn stöðv-
ar hreindýrið fljótlega." Já, en
hvað er til úrræða, ef hand-
iykkjan slitnar? Ég segi bara
það, að sé erfitt að ná styggum
hesti í haga, er það barnaleik-
ur móts við það að handsama
fótfráan hrein norður í miðju
Lapplandi, í svartasta skemm-
deginu! Það reyndi ég. Nú sást
ekki urmull eftir af Jónasi!
Sjálfsagt bjóst hann við mér
skammt á eftir sér. Þarna var
ég, einstæðingslegur Breti,
týndur og tröllum gefinn í
sjálfri heimskautsnáttúrunni!
En rétt í því, er ég náði aftur
tangarhaldi á hreindýrinu, kom
ég auga á hvarflandi bjarma í
f jarska — varðeld, sem hirðingi
hafði tendrað úr bing af hrein-
dýramosa.
Maður kemst að raun um, að
margir auðugir Lappar hafa
horfið frá hirðingjalífi. Á rétt-
ardögum, þegar dýrin eru mörk-
uð, má sjá þá standa í „fjár-
ragi,“ en annars lifa þeir þægi-
legu lífi í timburhúsum og
greiða hjarðsveinum laun fyrir
að gæta dýra sinna, frá skógi
til fjalls og fjalli til skógar.
Engu að síður er yfirgnæfandi
meirihluti hinna 80 þúsunda
skandinavisku og rússnesku
Lappa þrotlausir farandmenn.
Veturinn er mikill annatími.
Það þarf að dytta að sleðum,
svo að þeim verði ekki að van-
búnaði, þegar vorar og flutt er
til fjalla; bæta þarf tjöld og
skinnklæði; mjólkurostar eru
gerðir; kjöt er þurrkað á trön-
um, sem standa á stólpum nokk-
uð frá jörðu, svo að birnir og
úlfar nái þar ekki til; og síðast
en ekki sízt þarf að gæta hjarð-
anna fyrir varginum. Þar á of-
an verður ekki hjá því komizt
að halda ,,þing,“ þar sem leyst
skal úr öllum deilumálum, sem
risið hafa á liðnu sumri.
Ég var viðstaddur eina slíka
samkundu, sem haldin var í
kofa einum í Asele. Tíu-tuttugu
gamlir Lappar stóðu þar
frammi fyrir dómara sínum,
sem er stjórnskipaður embætt-
ismaður — ýmist Rússi, Finni,
Svíi eða Norðmaður. Hann sat
þar við borð og dæmdi í málum