Úrval - 01.10.1946, Side 17

Úrval - 01.10.1946, Side 17
A „HREINDÝRASLÖÐUM" 15 óhræsis hreinninn ryki með mig út í næsta snjóskafl. Þetta kom fyrir hvað eftir annað. Og í hvert skipti bar æ minna á rauðu stromphúfunni hans Jónasar, framundan mér. „Láttu þér ekki bregða, þótt þú fallir af sleðan- um,“ hafði mér verið sagt. „Taumunum er fest við úlnlið- inn, og líkamsþungi þinn stöðv- ar hreindýrið fljótlega." Já, en hvað er til úrræða, ef hand- iykkjan slitnar? Ég segi bara það, að sé erfitt að ná styggum hesti í haga, er það barnaleik- ur móts við það að handsama fótfráan hrein norður í miðju Lapplandi, í svartasta skemm- deginu! Það reyndi ég. Nú sást ekki urmull eftir af Jónasi! Sjálfsagt bjóst hann við mér skammt á eftir sér. Þarna var ég, einstæðingslegur Breti, týndur og tröllum gefinn í sjálfri heimskautsnáttúrunni! En rétt í því, er ég náði aftur tangarhaldi á hreindýrinu, kom ég auga á hvarflandi bjarma í f jarska — varðeld, sem hirðingi hafði tendrað úr bing af hrein- dýramosa. Maður kemst að raun um, að margir auðugir Lappar hafa horfið frá hirðingjalífi. Á rétt- ardögum, þegar dýrin eru mörk- uð, má sjá þá standa í „fjár- ragi,“ en annars lifa þeir þægi- legu lífi í timburhúsum og greiða hjarðsveinum laun fyrir að gæta dýra sinna, frá skógi til fjalls og fjalli til skógar. Engu að síður er yfirgnæfandi meirihluti hinna 80 þúsunda skandinavisku og rússnesku Lappa þrotlausir farandmenn. Veturinn er mikill annatími. Það þarf að dytta að sleðum, svo að þeim verði ekki að van- búnaði, þegar vorar og flutt er til fjalla; bæta þarf tjöld og skinnklæði; mjólkurostar eru gerðir; kjöt er þurrkað á trön- um, sem standa á stólpum nokk- uð frá jörðu, svo að birnir og úlfar nái þar ekki til; og síðast en ekki sízt þarf að gæta hjarð- anna fyrir varginum. Þar á of- an verður ekki hjá því komizt að halda ,,þing,“ þar sem leyst skal úr öllum deilumálum, sem risið hafa á liðnu sumri. Ég var viðstaddur eina slíka samkundu, sem haldin var í kofa einum í Asele. Tíu-tuttugu gamlir Lappar stóðu þar frammi fyrir dómara sínum, sem er stjórnskipaður embætt- ismaður — ýmist Rússi, Finni, Svíi eða Norðmaður. Hann sat þar við borð og dæmdi í málum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.