Úrval - 01.10.1946, Síða 24
22
TJRVAL
slakkann. Nístandi vindur næddi
um þá, en verra var þó að því
ofar sem þeir komu þeim
mun erfiðara varð um andar-
drátt. I 25000 feta hæð urðu
þeir að nema staðar vegna
kulda og þreytu. Þeir sendu
burðarmennina niður í 4. bæki-
stöð, reistu tvö lítil tjöld á eins
skjólgóðum stað og þeir gátu
fundið og skriðu í svefnpokana.
Við fyrstu dagsskímu voru
þeir komnir af stað aftur. Fjúk
var og slæmt skyggni. Eftir
stundar gang var einn þeirra að
þrotum kominn og varð að snúa
við, en Mallory og hinir tveir
héldu áfram. Þeir erfiðuðu sig
áfram í 15 mínútur í einu með
löngum hvíldum á milli. Von
bráðar voru hendur þeirra og
fætur dofnar og þeir göptu eins
og lafmóðir hundar. Jafnvel
hugur þeirra og skynfærisljóvg-
uðust af súrefnisskortinum;
vilji, dómgreind og áhugi dofn-
aði, og þeir mjökuðust áfram
eins og í leiðslu.
Um nónbil voru þeir komnir
í 27000 feta hæð. Þeir áttu að
baki sér tvo þriðju af leiðinni
frá Norðurhrygg upp á tindinn
og voru 2400 fetum hærra en
nokkur maður hafði áður kom-
izt. Svo áliðið var nú orðið að
ekkert vit var að haida áfram
án matar og skjóls, þeir sneru
því við, en svo örmagna voru
þeir, að þeir fundu ekki til
neinna vonbrigða.
Daginn eftir var gerð önnur
tilraun og fimmtu bækistöðv-
arnar voru reistar í 25500 feta
hæð. Þeir sem tiiraunirnar gerðu
voru búnir súrefnisgeymum til
að létta þeim öndunina, en hver
geymir var 30 pund á þyngd og
gerði það meira en vega upp á
móti kostum þeirra. Tveir mann-
anna komust í hálfrar mílu
fjarlægð frá tindinum. En þá
var afl þeirra þrotið; þeir voru
dofnir á líkama og sál, limir
þeirra lutu ekki að stjórn og
þeir sáu allt í þoku. Þeir sneru
aftur, sigraðir eins og félagar
þeirra daginn áður, en þeir
höfðu sett nýtt heimsmet, kom-
izt í 27235 feta hæð.
Þrír Englendinganna ákváðu
að gera síðustu tilraun og lögðu
af stað með 14 burðarmenn frá
einni af neðstu bækistöðvunum
upp á Norðurhrygg. Allt í einu
kváðu við þórdunur miklar,
snjór og ís lék á reiðiskjálfi, og
snjóflóð steyptist yfir þá. Sjö
burðarmannanna sópuðust fram
af brúninni og hurfu sjónum.
Þannig lauk árásinni á Ever-