Úrval - 01.10.1946, Síða 25
„UPP Á HÆSTA TXNDINN'
23
est árið 1922 ekki aðeins með
ósigri heldur einnig skelfingu.
I marz 1924 lagði þriðji leið-
angurinn upp frá Darjeeling, og
auðvitað var Mallory með í
hópnum. Ferðin var vel undir-
búin og miðaði vel áfram; var
svo til ætlast að þeir hefðu mán-
uð til að klífa tindinn. En óhapp
kom fyrir áður en þeir komust
að fjallinu. Þeir höfðu naumast
reist 3. bækistöð, fyrir neðan
Norðurhrygg, þegar iðulaus
stórhríð skall á og allar bæki-
stöðvarnar og slóðirnar milli
þeirra fennti í kaf. Fjallamenn-
irnir, sem átt höfðu að spara
kraftana til síðustu átakanna,
urðu nú að slíta kröftunum á að
bjarga mönnum og birgðum.
Tveim vikum eftir að forustu-
mennirnir yfirgáfu 1. bækistöð,
vondjarfir og óþreyttir, komu
þeir aftur kalnir og örmagna.
Sigurvonir þeirra höfðu orðið
fyrir þungu áfalli, en þeir bitu
á jaxlinn og lögðu aftur af stað.
Nýir erfiðleikar urðu á vegi
þeirra á leiðinni upp á Norður-
hrygg. Snarbrött jökulhlíðin
hafði gjörbreytzt á undanförn-
um tveim árum. Hún var öll
sundurskorin af gjám og
sprungum. Hvergi vottaði fyrir
slóð þeirra frá því fyrir tveim
árum. Þeir urðu að höggva
mörg þúsund þrep í ísinn og
snjóinn. Reisa varð stiga og
strengja kaðla, svo að burðar-
mennirnir kæmust með byrðar
sínar. Oft lá við slysum. Ein-
hverju sinni, þegar Mallory var
einn á leiðinni niður, brotnaði
undan honum snjóspöng og
hann hrapaði niður í gjána fyrir
neðan. Til allrar hamingju tókst
honum að festa ísöxina í vegg-
inn þegar hann hafði fallið 10
fet. Fyrir neðan hann gein kol-
svart hyldýpi. Félagar hans
voru of langt í burtu til að geta
heyrt til hans, og honum tókst
með herkjubrögðum að klóra sig
upp á bakkann aftur.
Að lokum tókst þeim þó að
brjótast upp á hrygginn. Sama
kvöldið féll hitamælirinn 24
gráður niður fyrir frostmark og
í dögun tók að snjóa ákaft. I
annað sinn á tveim vikum
neyddust fjallamennirnir til að
hörfa niður til fyrstu bækistöðv-
ar til að hvíla sig í nokkra daga.
Leiðangursmenn höfðu ráð-
gert að vera komnir upp á
klettaöxlina á norðaustur hlið
Everest um miðjan maí, en nú
var komið framí júní og enginn
þeirra var enn kominn að sjálfu
fjallinu. Eftir tíu daga mundu