Úrval - 01.10.1946, Qupperneq 32
30
ÚRVAL
og skildi ekki við hvað hann
átti.
„Þær ætla að halda fjöl-
skylduráðstefnu út af Mgbeke,
síðustu konu pabba,“ sagði
hann. ,,Ef þær dæma hana í
fimm eða tíu skildinga sekt
verða þeir notaðir til að kaupa
gjafir handa okkur börnunum á
uppskeruhátíðinni. “
Við læddumst að húsbónda-
húsinu, þegar allar konurnar
voru komnar inn, og gægðumst
gegnum rifu á veggnum. Kon-
urnar sátu allar í hring um-
hverfis Mgbeke, sem getur
varla hafa verið meira en 17
eða 18 ára, og virtist ekki taka
sér mjög nærri að vera hin á-
kærða.
Remi, ein af elztu konum
föður míns, var að tala. „Okkur
þykir mjög fyrir að þurfa að
kalla saman þennan f jölskyldu-
rétt,“ sagði hún, „en það er
nauðsynlegt vegna heiðurs
fjölskyldunnar. Mgbeke hefir
því miður verið staðin að því
að flissa þegar hún er að bera
fram vín handa ungum mönn-
um, sem eru gestir eiginmanns
okkar. Það er ósæmilegt."
Allar konurnar byrjuðu að
tala, en þögnuðu þegar móðir
mín, elzta eiginkonan, lyfti upp
hendinni. „Við skulum hlusta á
hvað systir okkar Mneamaka
hefir að segja,“ sagði hún.
Mneamaka hafði orðið ,,systir“
móður minnar og allra þeirra
sem viðstaddar voru af því að
hún var móðursystir móður
Mgbeke — svo rúmt er fjöl-
skylduhugtakið í Nigería.
„Það er satt,“ sagði Mnea-
maka, „að það er ósæmilegt að
flissa framan í vini eiginmanns
síns. En gleymið ekki að
Mgbeke er ung, og að hún er
ágæt húsmóðir af svo ungri
konu að vera. Minnist þess líka,
að sem frændmörg kona hefir
hún fært fjölskyldu ykkar mik-
inn heiður. Faðir hennar, Oke-
ke, á sjö bræður og fimm syst-
ur. Móðir hennar, Modukne, á
sex bræður og sex systur.“
Þessi rök virtust hafa áhrif
á réttinn, og Mgbeke slapp með
fimm skildinga sekt og áminn-
ingu, og við bróðir minn fór-
um aftur að leika okkur.
Vesturlandamönnum kann
að virðast þetta lítilfjörlegt at-
riði, en ég hefi hlustað á aðra
fjölskyldudóma og aldrei heyrt
konu ákærða fyrir meira en
slúður, hirðuleysi eða sóða-
skap. Að kona geti drýgt þá
synd gegn fjölskyldu sinni og