Úrval - 01.10.1946, Qupperneq 40
ÚRVAL
38
i"étt sera snöggvast kyrr og
sterkbyggðu kjálkarnir fengu
andartaks hvíld, ,,ég hlæ af því
að ég er hamingjusamur og í
sátt við sjálfan mig. Og ég er
byltingarsinni af því að ég er í
sátt við heiminn.“
Hann beið eftir að ég áttaði
mig á þessari mótsagnakenndu
staðhæfingu, og þegar hann sá
vandræðasvipinn á andliti mínu,
tók þrekvaxinn líkami hans að
hristast af hlátri.
„Misskiljið mig ekki,“ sagði
liann. „Heimurinn er fullur af
ranglæti og réttleysi. En hann
stefnir að þjóðskipulagi, sem er
laust við slíkar misgerðir. Eig-
um við ekki að gleðjast yfir því
að það skuli vera forréttindi
okkar — og viðfangsefni okkar
— að hjálpa til að skipa málum
þannig, að í framtíðinni verði
engin eymd, engar kreppur mitt
1 allsnægtunum, engar styrjald-
ir?
Það er vísindaleg sannfæring
okkar að þessar hugsjónir verða
að veruleika. Það er því ekki
annað fyrir okkur að gera en að
einbeita okkur að verkinu, en í
fullri einlægni og öruggri vissu.“
Þessi bjartsýni Thorez er lyk-
illinn að persónuleika hans. Sem
stendur er hlutverk hans að
endurbæta stjórnarkerfifranska
ríkisins, sem í grundvallaratrið-
um er enn hið sama og á dögum
Napóleons, en hann hefir enga
byltingu í huga.
„Það væri rangt að segja að
stjórnarkerfi okkar væri allt
úrelt,“ sagði hann. „Starfslið
okkar býr yfir mikilii reynslu
og er ráðvant. Ég er bara að
laga svolítið til.“
Á næstu stundu var hann aft-
ur orðin kátur og sjálfum sér
líkur, þegar hann minntist hins
viðburðaríka æviferils síns. Tólf
ára gamall byrjaði hann, eins og
afi hans og faðir, að vinna í
námunum í nánd við Calais. Það
var um það bil tveim árum áður
en fyrri heimsstyrjöld skall á.
„Það voru dagar verkfalla og
útifunda, rauðra fána og lög-
regluofsókna," sagði hann með
glampa í augum. „Og einn góð-
an veðurdag gengu konur námu-
mannanna kröfugöngu gegn um
markaðsborgina í nágrenninu
til að mótmæla hinu háa verð-
lagi á vörum kaupmannanna.
Það urðu hrindingar, vörustöll-
um var velt, og börnin skemmtu
sér við að grýta vegfarendur
með grænmeti og ávöxtum og
hoppa upp í eggjakassa.“
Þegar fyrri heimsstyrjöld