Úrval - 01.10.1946, Page 46
44
tXRVALi
skyndilegum þjáningum eða
skjótum dauða. í sýklahernaði
er því hægt að haga aðgerðum
þannig, að árangurinn verði í
samræmi við tilætlun. Ef það
þætti við eiga, mætti velja sótt-
kveikjutegund, sem lamaði heila
þjóð um stundarsakir, svo sem
blóðsóttarsýkilinn eða keðju-
sýkla, er valda eitrun, sem al-
mennt er rangiega nefnd „lík-
eitrun.“ Innrásarher veittist
auðvelt að buga varnir þessarar
þjóðar, þar sem mjög væri af
hermönnum og borgurum dregið
líkamsþrek til að þeir gætu
veitt viðnám, án þess þó að þeir
væru í lífshættu. Einnig gætu
þeir, sem sýklahernað rækju,
valið sjúkdóma eins og Maita-
sóttina, sem er seinvirk en ekki
lífshættuleg. Ef tilætlunin væri
aftur á móti að valda sem
mestri tortímingu, mætti nota
lífshættulega sýkla, bæði þá,
sem valda farsóttum og aðra.
Ivólera, svarti dauði, kjöteitrun
og páfagaukasýki kæmu þá til
greina. Sérfróður maður hefir
bent á það, að hægt er að eitra
fyrir menn með sýklum sem eru
þusundfalt banvænni en eitur-
gas. Það er ógerningur að sjá
þá, eða verða þeirra var af
bragði eða lykt. Eina leiðin til
að finna þá, er að rækta sýkla-
gróður, en um það leyti, sem
grunur manna væri vakinn og
gripið væri til gróðurskálanna,
væri máske helmingur þjóðar-
innar dauður.
í desember 1943 barst yfir-
mönnum herráðs Bandaríkj-
anna tilkynning um, að talið
væri, að Þjóðverjar hefðu í
hyggju sýklaárás á Bretlands-
eyjar með eldflaugum. Þessi
frétt varð til þess að skriður
komst á sýklarannsóknirBanda-
manna.
I Bandaríkjunum fengu öll
hemaðaryfirvöld fyrirskipanir
um sérstakar varúðarráðstafan-
ir vegna sýklahernaðar, bæði á
meginlandi Norður-Ameríku og
hemaðarstöðvum í Kyrrahafi.
Talið var, að á Hawai-eyjum og
landsvæði meðfram Panama-
skurðinum væri sérstaklega
auðvelt fyrir skemmdarverka-
menn að eitra fæðu, vatnsból og
mjólkurbyrgðir. Herlæknar
komu þar á ströngu eftirliti.
Starfslið kemiska hemaðar-
ins hafði sérstaka deild, sem því
þótti henta að kalla launnafn-
inu „deild sérstakra viðfangs-
efna.“ Sumarið 1944 hafði hún
komið upp fjórum stofnunum
ti! rannsókna vegna sýklahem-