Úrval - 01.10.1946, Side 52
Ijndrabaniið, sem
varo fifflusniIUngfur.
Undrabarnið, sem varð fiðlusnillingur.
Grein úr „The Etude“,
eftir Joseph Wechsberg-.
EGAR Yehudi Menuhin var
á öðru árinu, fóru foreldrar
hans oft með hann á hljómleika,
af því að þau höfðu ekki efni
á að fá stúlku til að gæta hans.
Bamið hlýddi jafnan þögult á
og grét aldrei. Tveim árum síð-
ar keypti faðir hans handa hon-
um fiðluleikfang. Yehudi reyndi
að „leika“ á „hljóðfærið", en
þegar hann náði ekki nokkrum
tóni úr fiðlunni, varpaði hann
henni frá sér með viðbjóði. Ekki
sneypti faðir hans hann fyrir
tiltækið, heldur keypti handa
honum litla fiðlu, og Yehudi tók
að nema fiðluleik. „En foreldr-
ar mínir,“ segir Menuhin, „gáfu
aldrei í skyn, að eitthvað kynni
að verða úr mér. Mér var aðeins
sagt að æfa mig, og það gerði
ég.“
Þegar Menuhin var sjö vetra,
lék hann Mendelssohns konserto
með San Francisco symfóníu-
hljómsveitinni fjuir níu þúsund
áheyrendum og var tekið með
miklum fögnuði. Þegar hann var
tíu ára, kom hann fyrst opinber-
Iega fram í Carnegie Hall.
Hljómlistargagnrýnendum New
York borgar var flestum mein-
illa við orðið „undrabarn“, en
svo fór, að þeir viðurkenndu um-
svifalaust „hinar óvenjulegu
híjómlistargáfur og hrifnæmi“
barnsins.
Þetta var árið 1927. Sama
árið lék hann í Berlín á einu og
sama kvöldi fiðlukonserta snill-
inganna þriggja — Bachs, Beet-
hovens og Brahms, með aðstoð
fílharmóníum-hljómsveitarinnar
undir stjórn Bruno Walter. Eft-
ir þessa frábæru frammistöðu
var fiðluleikarinn, lítill, bjart-
hærður, vangarjóður piltur í
stuttbuxum, hafinn á loft af
litlum, veiklulegum manni með
heljarmikið, hvítt hár og kysst-
ur.
„Yehudi, í dag hefir þú enn
einu sinni sannað mér, að guð
er uppi yfir okkur,“ sagði mað-