Úrval - 01.10.1946, Síða 55
UNDRABARNIÐ, SEM VARÐ FIÐLUSNILLINGUR
53
þar með var samleikum þeirra
lokio. Yehudi komst í kynni við
ástralska stúlku í London, Nolu
Ruby Nicholas að nafni og gift-
ust þau skömmu síðar. Og ekki
leið á löngu, unz Hephzibah
giftist mági bróður síns og
fylgdist með honum til Ástra-
líu.
Yehudi Menuhin á nú tvö
börn, sjö ára telpu og sex ára
dreng. Auösætt er, að fólk vænt-
ir þess, að fyrrverandi undra-
barn eigi undrabörn, því að
margir foreldrar kveðja Menu-
hin ráða, spyrja hann, hvernig
þeir eigi að ala upp börn, sem
„gædd“ séu hljómlistargáfu.
„Börnin mín kynntust fyrst
hljómlistinni í raddmeðferð,“
svarar Menuhin. „Við sungum
fyrir þau, konan mín og ég.
Lofið börnunum að hlýða á
þjóðlögin, amerísk þjóðlög og
önnur. Það verður til þess, að
auka víðsýni þeirra í heimi
hljómlistarinnar, skapar heil-
brigðan smekk og skilning á
hljómfalli. Gætið þess umfram
alla muni, að knýja þau aldrei
til að herða sig meira en vilji
sjálfra þeirra stendur til. Ef
brökkunum mínum þykir gam-
an að hljóðfæraleik og vilja
nema hann sér til ánægju, þá er
það gott og blessað. En ég mun
alls ekki kosta kapps um að
gera þau að atvinnuleikurum.“
Á síðastliðnu ári hélt Menu-
hin meira en þrjú hundruð
hljómleika. En ekki var þriðj-
ungur þeirra atvinnuhljómleik-
ar. Meiri hlutinn var haldinn
til ágóða fyrir Rauða krosshm
og aðrar líknarstofnanir og
Bandaríkjahermenn utanheima-
landsins.
Þegar París var tekin, flaug
hann þangað. Þremur árum áð-
ur hafði de Gaulle heitið hon-
um, að hann skyldi verða fyrst-
ur hljómlistarmanna til að leika
í höfuðborg Frakklands, eftir
að hún væri frelsuð úr höndum
óvinanna. Og Menuhin lék
Mendelssohns konserto í Söng-
leikahöllinni í París með Con-
servatoire-hljómsveitinni, en
það verk hafði verið bann-
fært þar í borg um fimm ára
skeið.
Ég var þar það kvöld. Og
einkennisbúningar bandarísku
strákanna státuðu við hliðina á
kvöldkjólum Parísarkverma, en
þarna gat ekki ljóma horfinna
ára. Fólkið sat hljótt með lukt-
um augum. Margir grétu.
Menuhin lék í Amsterdam og
Briissel, og varð fyrstur ame-