Úrval - 01.10.1946, Page 57
Þar sem krossinn var gerður.
TJtvarpsleikur eftir Douglas Bronston.
JÓN H. GUÐMUNDSSON
ISLENZKAÐI.
PEBSÓNUK:
Jónas, trésmiður í Jerúsalem.
Jósep, nemandi hans.
liómverskur hermaður.
Malkus, þjónn Kaífasar æðstaprests.
Símon, kýreniskur bóndi.
Petróníus, rómverskur hundraðshöfðingi.
Rómverskur höfuðsmaður.
Hermenn og mannf jöldi.
Sviðið er trésmíðaverkstæði í Jerúsalem og leikurinn
gerist síðasta daginn, sem Jesús lifði, um 33 e. Kr.
T^ULUR: Sviðið er trésmíða-
^■verkstæði í Jerúsalem. Það er
í útjaðri borgarinnar, skammt
frá þar sem krossgöturnar til
Jaffa og Damaskus mætast.
Hæðin Golgota, Hauskúpustað-
ur, þar sem aftaka illvirkja fór
venjulega fram, er og skammt
þaðan. Það er vormorgunn, um
árið 33 e. Kr. Jónas, trésmíða-
meistari, er að vinna í fremri
hluta verkstæðisins. Það er
hann, sem fyrst talar.
(HLJÓÐ: Frá forsviði heyr-
ist tréhamri slegið á við — eins
og æfður verkmaður sé að
vinna vandasamt starf. Frá
baksviði heyrast önnur hamars-
högg og sagarhljóð stöðugt
meðan á leiknum stendur, aldrei