Úrval - 01.10.1946, Qupperneq 62
60
TJRVAL
SÍMON (kemur inn, hlæj-
andi): Góðan daginn, Jónas
minn! Er viðskiptavinunum svo
brátt í brók að losna úr nálsegð
þinni, að þeir þurfi að ryðja
um koll og troða undir fótum
þá, sem koma til þín í heimsókn
úr sveitinni?
JÓNAS (glaður og undrandi):
Hvað? Símon frá Kýrene! Vel-
kominn, vinur! Hvaða heilla-
dísum er það að þakka, að þú
kemur til Jerúsalem?
SÍMON: Ég kem til að heim-
sækja frændur mína og vera
hjá þeim um páskana.
JÓNAS: Æ, það er satt, þú
ert Gyðingur og á morgun byrja
hátíðahöldin. Mér þykir vænt
um að sjá þig, Símon. Gerðu
svo vel að fá þér sæti. Það er
langt síðan við höfum hitzt.
SlMON: Ég ætla að hvíla mig
svolítið, Jónas. Frændi minn á
heima í hinum hluta borgarinn-
ar og það er heitt í dag.
JÖNAS: Viltu ekki kalt vatn?
Marta —.
SlMON: Nei, vertu ekki að
ónáða hana mín vegna. Ég
drakk úr lind hérna nálægt.
JÓNAS: Hvemig gengur bú-
skapurinn? Færðu góða upp-
skeru ?
SÍMON: Dágóða, þetta verður
gott ár. En hvernig líður þér og
fólki þínu?
JÓNAS (ypptir öxlum): Við
tórurn — eins og þú sérð. En
skattheimtumennirnir sjá um,
að við græðum ekki — það er
þeirra vani.
SlMON: Það er alls staðar
sama sagan. En, eins og þú seg-
ir, við tórum. Hvað er annars I
fréttum? Hvað skeður í Jem-
salem ?
JÖNAS: O, þetta venjulega:
Fæðingar, giftingar, dauðsföll.
Ef þú ert blóðþyrstur geturðu
horft á aftöku í dag — kross-
festingu á Golgota.
SlMON (hrollur fer um
hann). Úh! Slíkt er ekki að
mínu skapi. Hvern ætla þeír að
taka af lífi?
JÓNAS: Þrjá; þjóf sem er
kallaður Dismas, og annan,
sem ég veit ekki, hvað heitir,
og Jesú nokkurn frá Nazaret.
SÍMON (undrandi og sorg-
bitinn): Jesú frá Nazaret! Þann
mann ?
JÓNAS (hissa): Þekkirðu
hann?
SÍMON: Ekki persónulega,
en ég hefi heyrt hann predika.
Ég hefi séð hann Iækna sjúka
og ég hefi heyrt frásagnir af
mörgum kraftaverkum, sem