Úrval - 01.10.1946, Side 63
ÞAR SEM KROSSINN VAR GERÐUR
61
hann hefir gert. Jónas, það er
góður og réttlátur maður; hvað
getur hann hafa unnið til þess
að veroa krossfestur?
JÓNAS: Ég veit þao ekki, en
ég hefi heyrt, að hann hafi stór-
um móðgað presta Gyðinga-
musterisins ykkar.
SlMON (hægt): Og þeir ætla
að taka hann af lífi eða reyna
að gera það.
JÖNAS: Reyna, Símon, vinur
minn? Það sleppur enginn lif-
andi af krossum Rómverjanna!
Enginn!
SÍMON (dreymandi) : Þennan
mann geta þeir ekki tekið af
lífi — af því að hann er sonur
guðs.
JÓNAS (hissa) : Hvað segir
þú? Sonur guðs! Hvaða guðs?
SÍMON: Hins eina guðs. Eins
og ég sagði þér, Jónas, hefi ég
heyrt þennan Jesú predika, og
ég hefi séð hann gera krafta-
verk. Hann hefir læknað sjúka
(með lotningu) og hann — hann
hefir látið dauða upprísa!
JÖNAS: Hvað segirðu? Nú
veit ég, að þú hefir gengið of
langt í hitanum. Láttu mig
sækja kalt vatn handa þér.
SÍMON: Nei, Jónas, ég er
ekki ruglaður. Ég veit, hvað ég
er að segja, þetta er sannleikur.
Ég trúi því, að Jesús frá Naz-
aret sé sá messías, sem við höf-
um lengi vonast eftir; sannar-
lega sonur guðs.
JÓNAS (vantrúaður): Ef svo
er, þá er hann ódauðlegur og
þessi kross, sem ég er að gera,
kemur ekki að því gagni, sem
honum er ætlað.
SÍMON: Er — er þetta kross-
inn, sem þeir ætla að festa Jesú
á?
JÖNAS: Nokkur hluti hans;
hinn er þarna. Þegar ég er bú-
inn að höggva þennan til og
setja þá báða saman, þá er hann
tilbúinn.
SlMON: Ég hefi verið að
horfa á þig; þú vinnur vel og
hratt; þú ert hagleiksmaður. En
er þessi vandvirkni nauðsynleg
eða venjuleg, þegar bara er um
kross að ræða?
JÖNAS: Já, við þennan kross.
SlMON: Hvers vegna ?
JÓNAS: Vegna þess, að mað-
urinn, sem á að deyja á þessum
krossi, er smiður — hann er
stéítarbróðir minn. Ég hefi
heyrt það frá fleirum en þér, aö
hann sé góður maður — saklaus
dæmdur. Ég get ekkert hjálpað
honum, en það er á mínu færi að
heiðra hann með krossi, sem er
úr góðu efni og haglega gerð-