Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 65
ÞAR SEM KROSSINN VAR GERÐUR
63
JÓNAS: Já, herra minn —
tveir fyrir utan og einn hér.
PETRONÍUS: Þrír fyrstu
hermennirnir taki krossana og
setji þá á bak fanganna. Höf-
uðsmaður, greiðið smiðnum hina
venjulegu þóknun.
(KLJÓÐ. Hermemi koma inn
á verkstæðið og taka krossana
og draga þá burt. Einn hermað-
urinn nær en hinir).
JÓNAS: Þessi kross er fyrir
þennan Jesú.
HÖFUÐSMAÐUR (kemur
inn): Hvað er um að vera? Við
báðum ekki um svona smíði.
JÓNAS: Ekkert — þetta er
krossinn fyrir Jesú.
HÖFUÐSMAÐUR: Þú færð
ekki borgað nema fyrir það,
sem þú varst beðinn um.
JÓNAS: Ég er ánægður með
það. Hitt, sem fram yfir er, hefi
ég gert vegna mín sjálfs, til að
heiðra stéttarbróður minn.
HÖFUÐSMAÐUR: Aha —
nú skil ég; þessi Jesús er tré-
smiður. Jæja, látum svo vera;
hann skal hanga á þessum for-
láta krossi þínum — og verði
honurn gott af!
PETRONÍUS (í fjarlægð):
Flýtið ykkur þarna inni!
HÖFUÐSMAÐUR: Já, herra
minn — við komum. (Við her-
mann): Setjið þennan kross á
bak mannsins Jesú.
(HL.JÓÐ. Hermaðurinn fer
með krossinn. Mannfjöldinn er
að hefja héreystina aftur).
HÖFUÐSMAÐUR: Hér er
greiðslan, trésmiður.
(HLJÓÐ. Hringlar í pening-
um, höfuðsmaðurinn fer út).
PETRONÍUS: Áfram!
(HLJÓÐ. Hermennimir ganga
af stað; mannfjöldinn tekur að
hrópa aftur — smáfjarlægist).
JÖNAS (biturlega): Hlust-
aðu! Hvernig þeir geta hætt
hinn varnarlausa! Þessir blauðu
hundar! Ó, Símon — hann
hrasaði! Ó, bölvað fífl gat ég
verið!
SÍMON: Hvers vegna?
JÓNAS (stynur). Krossinn,
sem ég vandaði svona mikið —
hann er svo þungur — hann
sligar veslings manninn; hann
hefir ekki krafta til að bera
krossinn. Og bak hans er blóð-
ugt. Hann hefir verið húðstrýkt-
ur hræðilega.
SÍMON: Krossinn er allt of
þungur fyrir hann. Sjáðu —
hann dettur! Og þeir berja
hann!
(HLJÖÐ. Svipuhögg heyrastí
fjarlægð; háðsyrði frá mann-
fjöldanum).