Úrval - 01.10.1946, Page 69
HVAÐA GAGN ER AÐ HEIMSPIKI?
67
Heimspekin reynir að 2íta á
aiJieiminn sem eina heild. Þar er
innifalinn innblástur listamanns-
inns, trúarvitund dulspekings-
ins, saga mannkynsins og auk
þess dagleg reynzla almúga-
mannsins. Það er augljóst, að
fullri þekkingu á svo alhliða efn-
um verður ekki náð. Við erum
að revna að þreifa okkur áfram
í gegnum þokuna og leiðin er
ósegjanlega torfarin. Allt er
undir því komið, hvað þú heldur
að sé þýðingarmilíið og hvað sá
ómerkilegt. Setjum svo, að þú
sért Keats, gagntekinn af feg-
urð náttúrunnar. Þú heldur, að
þessi heimur hljóti að vera verk
kærleikríks skapara, og alis ekki
orðinn til af tilviljun. En Hardy
veitir athygli angistarkveini
deyjandi fugis og verður hugs-
að um grimmd náttúrunnar.
Plestum okkar veita blómin
gleði, en þegar Strindberg sá
mikið blómskrúð í blómabúð,
varð honum hugsað um þjóð-
félagslegan ójöfnuð.
Ætlast er til, að heimspekin
fræði okkur um alheiminn, en
oft gefur hún okkur eíngöngu
upplýsingar um áhugamál
heimspekingsins. Þrátt fyrir
takmarkanir sínar hefir hún
gildi. Heimspekingurinn fæst
við allar nýjustu niðurstöður
vísindanna, sem hann kemst
höndum undir, Starf hans byrj-
ar þar sem vísindamaðurinn
hættir. Hann heldur áfram að
rannsaka allar spuniingar, sem
vakið hafa athygli mannkyns-
ins. Er hugsunin til alls fyrst í
heiminum eða eingöngu auka-
geta á ferli efnisins ? Er gott og
illt undirstöðuatriði eða ein-
göngu orð til að gera skiljanlega.
þóknun okkar eða vanþókmm?
Heimspekin reynir að rann-
saka þessar spurningar með
sama, hlutleysi og vísindamaður-
inn rannskar tilraunadýr eða
byggingu frumeindanna.
Ég hygg það satt, að fólk,
sem gefur sér tíma til að rann-
saka slíkar ópersónulegar
spurningar, öðiist til nokkurrax
hlítar hlutleysi í athugun dæg-
urmálanna. Heimspekin getur
skapað umburðarlyndi, og þar
sem ekkert fullkomið svar hefir
verið gefið við neinni grxmdvail-
arspurningu, telur hún, að öll
hugsanakerfi, sem ennþá hafa
verið fundin upp, séu að nokkru
leyti röng.
Svörin, sem heimspekin gefur,
eru varla jafn þýðingarmikil og
spurningarnar, sem hún spjr.
Tign alheimsins, sem heim-