Úrval - 01.10.1946, Qupperneq 79
ER MEYDÖMURINN GAMALDAGS
77
4. Sú hugœynd, að kynferði-
Ieg reynzla fyrir giftingu sé
æskilegur undirbúningur ham-
ingjusams hjónabands, er ekki
á rökum byggð.
í fyrsta lagi er óttinn — ótt-
inn við að allt komist upp, ótt-
inn við þvingun og óttinn við
kynsjúkdóma. Þessi hræðsla
dregur úr nautninni við sam-
farir, sem að öðru leyti gætu
verið fullkomnar.
Athuganir hafa sýnt, að
meira en helmingur þeirra
skólastúlkna, sem hafa samfar-
ir við pilta# (en það er aðeins
lítið brot af heildartölu skóla-
stúlkna), njóta ekki samfar-
anna, enda þótt sumar þykist
gera það, til þess að styggja
ekki piltana. Á hinn bóginn er
það staðreynd, að þó að stúlku
takist að njóta samfara, sem
þannig eru til komnar, veldur
það henni aðeins auknum erfið-
leikum, þegar hún á að hefja
sambúð með hinn endanlega
lífsförunaut. Það er auðveldara
fyrir ung hjón að sarnlagast,
þegar hvorugt hefir ákveðna
reynzlu í kynferðilegum efmun.
Það er ein af ástæðum þess, að
* Hér er átt við ameríska skóla. —
Aths. þýð.
karlmenn vilja fremur kvænast
óspjölluðum meyjum.
Þess má og geta, að stúlka,
sem hefir iifað lauslátu lífi áð-
ur en hún giftist, reynizt oft
manni sínum ótrú, þegar hún er
gift. Það er margreynt, að það
verða hamingjusömustu hjóna-
böndin, þegar bæði hjónana
höfðu verið skírlíf fyrir gifting-
una. —
Þetta eru staðreyndir, sem
nútímastúlka ætti að athuga,
áður en hún tekur ákvörðun
sína — því að sérhver stúlka
verður að taka þessa ákvörðun
sjálf. Ef hún tekur tillit til stað-
reyndanna, losnar hún við böl
hinna stúlknanna, sem segja á
eftir: ,,Af hverju benti enginn
mér á þetta ? Af hverju kynntí
ég mér ekki staðreyndir, í stað
þess að trúa því sem mér var
sagt, án grunsemdar ?“
Ef hún athugar staðreynd-
irnar,mun hún komast að raun
um, að meydómur borgar si».
Það er a. m. k. skoðun allra
þeirra, sem hafa kynnt sér þetfa
mál, að þó að lauslæti fyrir gift-
ingu kunni að hafa einhverja
kosti, eru ókostimir yfirgnæf-
andi og hafa í för með sér margs
konar böl.