Úrval - 01.10.1946, Síða 94
92
ÚRVAL
húsiö og Dymaxionhúsið virð-
ast gamaldags í samanburði við
aíumíníum- og gerfiefnahúsin,
sem Beech flugvélaverksmiðj-
urnar hafa framleitt samkvæmt
teikningum Fullers, en grund-
vallarhugmyndin er þó sú
sama.
Ef allir eiga að búa í fyrsta
flokks íbúðum, segir Fuller,
verður að framleiða þær íbúðir í
verksmiðjum í geysistórum stíl.
Til þess að hægt sé að framleiða
hús í verksmiðjum er eitt fyr-sta
skilyrðið að þau séu Iétt. Hús
Fullers er úr alumíníum, ryð-
fríu stáli og gerfiefnum, en ekki
úr timbri og steini. Það vegur
þrjár lestir, en steinhús af svip-
aðri stærð vegur hundrað lestir.
Það er sívalt en ekki ferhyrnt,
og naumast er hægt að segja
að það standi á jörðinni, réttara
að segja að það hangi.
Það er gjörólíkt öllum öðrum
husum. Það er eina húsið sem
teiknað er með það fyrir augum
að framleiðsla þess fari fram í
stórum stil í verksmiðjum. Það
er framleitt í flugvélaverksmiðj-
um, úr sama efni og með sömu
tækjum og flugvélar, og af sömu
verkamönnum. Beech flugvéla-
verksmiðjurnar gætu einar
framleitt 60000 hús á ári.
Hús Fullers er svo sérstætt,
að þegar maður kemur inn í
það verður manni helzt fyrir að
bera það saman við farþega-
skip, járnbrautarlest eða far-
þegaflugvél. Setustofan er bi’eið-
ur geiri, 32 fermetrar að stærð
og er um þriðjungur hússins.
Útveggurinn er úr alumíníum-
þynnum og glugginn úr óbrjót-
anlegu gleri (plexiglas). Glugg-
inn nær í kringum allt húsið.
Grannir stálvírar sem bera uppi
gólfið liggja upp með gluggun-
um að utan, eftir þakinu og upp
í miðásinn sem ber húsið uppi.
Gólfið er úr krossviðsplötum,
sem felldar eru í fleygmynduð
alumíníumbönd. Eldstæðið er úr
ryðfríu stáli. Alumíníumböndin í
gólfinu eru hol innan; við út-
vegginn eru göt á þeim og berst
loftið úr stofunni eftir böndun-
um inn í upphitunarhólf húss-
ins, þar sem það er hitað upp,
hreinsað og síðan dælt inn í hús-
ið aftur.
Auk setustofunnar eru þrjú
önnur fleygmynduð herbergi,
eldhús með uppþvottavél, kæli-
skáp og sorpeyðingartæki, tvö
baðherbergi og þrír sívalir
skápar sem snúast um ás.
Hinnar hringmynduðu lögunnar
hússins gætir mjög lítið þegar