Úrval - 01.10.1946, Side 95
MÚS FRAMTlÐARINNAR
93
komið er inn í það og er alls
ebki óviðkunnanleg. Loftið er
hvelft og er hvelfingin hæst í
miðjunni, 5 metrar; það er lýst
upp með óbeinni lýsingu.
Síðan fyrsta sýningarhúsið
var byggt í október í fyrra
hefur fjöldi fólks komið til þess
að skoða það hvaðanæva af
landinu og yfirleitt hefur það
vakið mikla hrifningu. Eigin-
konur 28 verkamanna sem skoð-
uðu húsið létu orð falla meðal
annars á þessa leið: (1) „Það
er fallegt." (2) „Ég gæti þrifið
það á liálftíma.“ (3) „Mig lang-
ar til að kaupa það.“ (26þeirra).
Með þessu er ekki sagt að
93 af hverjum 100 konum í
Bandaríkjunum vilji búa í húsi
Fullers. Margir eru svo vana-
fastir að þeir sjá ekkert gott
við þetta nýja hús. En hvort
sem menn kunna illa við það
eða ekki neitar því enginn að
Puller hefur orðið mikið ágengt
í því að búa til fyrsta flokks
íbúð handa þeirn sem ekki hafa
miklar tekjur, og að hann hafi
snúizt á mjög frumlegan hátt
við vandamálinu.
Flestum verður fyrst fyrir
að spyrja „hversvegna er húsið
sívalt?“ Svar Fullers er að það
sé efnið sem ráði lögun húsa.
Snjóhús Eskimóanna eru hvelfd
af því að ekki er hægt að hlaða
hús úr snjókögglum nema með
því móti að hafa þakið hvelft;
venjuleg hús eru ferhymd af
því að efniviður þeirra s. s. timb-
ur er úr beinum stykkjum. Með
því a,ð hafa húsið sívalt er hægt
að nota tiltölulega minni og létt-
ari efnivið.
Húsið er — líkt og hjól —
borið uppi af miðás. Veggirnir
þurfa ekki að hafa neitt burð-
arþol, því að þeir bera ekki neitt
uppi. Útfrá miðásnum, sem
reistur er á jarðfastri undir-
stöðu, liggja vírar, sem bera
uppi þakið, veggina og gólfið,
en það er nálega eitt fet yfir
jörðu. Vírendarnir eru festir
1 jörðu, svo að húsið sporðreis-
ist ekki eða snúist um ásinn.
Hringlögunin hefur einnig aðra
kosti. Hún rúmar meira miðað
við veggjastærð en nokkur önn-
ur lögun og þolir betur vind.
Af því að ytra borð hússins
er slétt og gljáandi endurkastar
það næstum öllum sólargeislun-
um og ætti því að vera svalt
á sumrin; þar við bætist svo að
ofan á miðju þakinu er loft-
snerill, sem snýst við minnstu
golu og getur endumýjað loftið
í húsinu að fullu á sex mínútum.