Úrval - 01.10.1946, Síða 96
94
•qrval,
Félagið „FuIIer Houses Inc.“
var stofnað í Washington vorið
1944. B’uller var þá starfandi
verkfræðingur í þjónustu ríkis-
ins. Hann hafði endurbætt
Dyxnaxionhúsið rneð hliðsjón af
framförum í flugvélasmíði, og
fór síðan til Wichita til þess að
fá Beech flugvélaverksmiðjurn-
ar til að framleiða húsið. Jack
Gaty — framkvæmdarstjóra
Beech — geðjaðist strax að hug-
myndinni og gerðu þeir samning
um væntanlega framleiðslu.
í maí 1945 var samið við
herinn um smíði eins tilrauna-
húss, en eftir að styrjöídinni
lauk afþakkaði herinn húsið og
var það þá sett upp til sýnis.
í febrúar síðastliðnumvarannað
hús byggt, og í sumar er áætl-
að að byggja tíu í viðbót, í tíu
borgmn Vesturríkjanna. Með
haustinu mun vera komið í ljós
hvemig almenningur tekur hús-
unum. Áætlað er að framleiðsla
í stórum stíl byrji snemma á
árinu 1947.
Þegar framleiðslan er komin
í fullan gang — segjum t. d.
500 000 hús á ári — mun verð-
ið komast niður í allt að kr. 3,25
hvert pund, eða 24 000 krónur,
miðað við núverandi þyngd, og
er það meira en helmingi. lægra
en sambæriiegt hús af gamalli
gerð.
Þeir sem selja húsin munu
reisa þau. Áætlað er að það sé
sextán dagsverk. Af því að
húsið er skrúfað saman þarf
engan meiri háttar útbúnað til
þess að reisa það, annað en bíl-
inn sem flytur það, og á honum
er bórna til að reisa miðásinn.
Það virðist ótrúlegt að til-
tölulega fáar verksmiðjur muní
geta framleitt 500.000 hús á ári.
En Jack Gaty segir að fram-
leiðsla húsanna sé „leikur einn“.
Hinir tvö hundruð hlutar húss-
ins verða framleiddir hver fyrir
sig og fluttir á færiborðpm
þangað sem þeim er pakkað inn.
Það mun ekki kosta nema 650
krónur að flytja niðurpakkað
hús (250 til 300 teningsfet) frá.
Wichita til fjarlægustu hluta
Bandaríkjanna. Fuller hefur
fengið óvæntan stuðning frá.
flugvélaiðnaðinum. Forustu-
menn hans sjá í byggingu þess-
ara húsa nýtt hlutverk fyrir
þann fjölda flugvélaverksmiðja
sem framleiddu hernaðarflug-
vélar á stríðsárunum, og sem að
öðrum kosti yrðiaðrífaniðureða
breyta með ærnum tilkostnaði.