Úrval - 01.10.1946, Page 104
102
ÚRVA L
vera að ylja sér við ofninn í
búðinni og bíða eftir afgreiðslu,
nuddaði hann nafn sitt og
skuldarupphæð af veggnum með
öxlinni. Þegar ég var átta ára,
tóku bræður mínir að sinna
störfum við verzlunina, og þeir
komu fljótlega á heppilegra
bókhaldskerfi.
I nýlegri kvikrnynd, sem f jall-
ar um líf rússneskra barna á
stríðsárunum, var kennarinn að
lesa fyrir börnin. Sagan var um
Ivan litla, sem elti hermann úr
Rauða hernum alla leið heim í
þorp sitt, og kallaði þá á lög-
regluna, til þess að hún hand-
tæki hermanninn, sem var Þjóð-
verji í stolnum einkennisbún-
ingi.
,, Segðu mér Ivan, ‘ ‘ sagði n j ósn-
arinn, áður en hann var leiddur
burtu, „einkennisbúningurinn er
ósvikinn, ég tala rússnesku eins
vel og þú — hvernig vissir þú,
að ég var ekki Rússi?“
„Ég veitti þér lengi eftirför,"
sagði Ivan. „Sólin skein, fugl-
arnir kvökuðu og allt var fag-
urt. Og þú söngst ekki. Ég
vissi, að þú gazt ekki verið
Rússi.“
Þegar ég hvarf brott frá
Rússlandi, til þess að afla mér
fjár og frama, flutti ég söng
Rússlands með mér. Ég varð
hrifinn af Vesturheimi, auði
hans og möguleikum, en ég varð
forviða að hitta þar þjóð, sem
ekki söng. Ég hefi ávallt verið
á þeirri skoðun, að þar sem
menn koma saman og syngja,
geti þeir ekki haft illt í huga.
Það var söngleysið í Ameríku,
ásamt hinni ódrepandi rússn-
esku hrifningu minni af lista-
mönnum, sem ýtti mér inn í
heim tónlistarinnar.
Pogar var of lítil fyrir mig.
Faðir minn lét mig fá 1000
rúblur og sendi mig til Khar-
kov, til þess að ég lærði verzl-
unarstörf í stórri borg.
En ég hugsaði hærra. Ég hélt
til Brest-Litovsk, en þar var
mikið gert að því að smygla
mönnum út yfir landamæri
Rússlands. Ég varð að borga
350 rúblur til þess að komast úr
landi.
Ég slóst í för með fólki, sem
ætlaði til Vesturheims. Við
komum loks til Hamborgar og
fórum þaðan með Graf Wilder-
see á lestarfarrými til New
York.
Mér leið illa á leiðinni, það
var daunillt í lestinni og farþeg-
arnir sjóveikir. Eftir tuttugu og