Úrval - 01.10.1946, Síða 106
104
ÚRVAL
„Ég verð ekki lengi,“ sagði
ég og fór til Salle Gaveau, þar
sem hljómleikarnir áttu að vera.
Það var ekki stærsti salur í
París, en hann var þéttsetinn.
Eg náði þó í stæði og beið.
Há, snotur blökkustúlka kom
fram á sviðið og gekk tígulega
að píanóinu. Undirleikarinn
settist; hún kinkaði kolli tíl
hans, lokaði augunum og söng.
Það fór sæluhrollur um mig
og ég varð rakur í lófum.
Þið, sem hlustið á Marían
Anderson í dag, vitið að ykkar
bíður hrífandi stund. En ég var
alveg óviðbúinn og varð ger-
samlega gagntekinn. Rödd
hennar var ekki eins fullkomin
og fáguð og hún er nú. En
sama hjartað sló að baki henn-
ar, sama djúpa ástin og skiln-
ingurinn á tónlistinni sem alls-
herjarmáli mannsins. Marían
hefir aukið tónsvið sitt og bætt
tækni sína. En þeir sem eyru
höfðu, gátu heyrt að hin mikla
framtíð hennar var á næstu
grösum.
Þeim mun einkennilegra var
það, að hún hafði sungið í sjö
ár við fremur daufar undirtekt-
ir í sínu eigin landi.
Strax og hlé varð á söngnum,
hraðaði ég mér bak við sviðið,
til þess að hitta söngkonuna.
Marían var að tala við undir-
leikarann með hinni silkimjúku
rödd sinni. Ég kynnti mig.
„Auðvitað kannast ég við hr.
Hurok,“ sagði hún.
Ég sneri mér þegar að efninu.
„Mig langar til að koma yður á
framfæri í yðar eigin landi,“
sagði ég.
Við gerðum samning, þar sem
ég ábyrgðist henni fimmtán
hljómleika. Fimmtán! Nokkrum
árum seinna hélt hún níutíu og
sex hljómleika í Bandaríkjunum
á einum vetri. Hún heldur enn
fimmtíu hljómleika á vetri, og
hún gæti sungið miklu oftar, ef
hún hefði tíma til.
Hún kom til Bandaríkjanna
seint í desember. Ég var með
öllu ókvíðinn, þar til skipið
lagðist að hafnarbakkanum.
Hún haltraði upp landganginn,
með reifaðan ökla, og ég hélt
að úti væri um hljómleikana.
Daginn eftir var mynd tekin
af fætinum, og þá kom sú alvar-
lega staðreynd í ljós, að bein
hafði brákazt, er hún missteig
sig í stiga í skipinu.
Hugsunin um söngkonu, sem
syngur úr hjólastól, ætlacfi að