Úrval - 01.10.1946, Page 111
LISTAMANNALlF
109
viða, þegar ég frétti, að lista-
konunni Mariu Anderson hafi
verið neitað um afnot af Con-
stitution Hall í Washington.“
Frú Robert svaraði bréfi
mínu: „Þegar forstöðumaður
Howardháskóla hitti fram-
kvæmdarstjóra Constitution
Hall að máli, hafði húsinu verið
lofað öðrum aðila hinn 9. apríl.“
Það var ekki minnst á bann-
greinina. Nú kom til okkar
kasta, að fala annan dag.
En það fór á sömu leið. Cons-
titution Hall fékkst alls ekki
leigt fyrir hljómleika Marian
Anderson.
Nú lá málið ljóst fyrir.
Gremja almennings fór vax-
andi.
Mótmælaskeyti tóku að ber-
ast til skrifstofu D. A. R. og
málið var mikið rætt í blöðun-
urn. Og 27. febrúar sagði frú
Roosevelt sig úr félagskapnum.
Hinn 24. febrúar tilkynnti ég, að
Marian Anderson myndi syngja
í Washington, undir beru lofti.
Ég sótti um leyfi stjórnarvald-
anna til þess að fá að halda
hljómleikana við Lincolnminn-
ismerkið. Innanríkisráðherrann
Ickes veitti leyfið þegar í stað.
Þegar dagurinn rann upp, var
Marian hin rólegasta. Hún
klæddist viðhafnarkjólnum sín-
um og leit enn einu sinni yfir
lögin, sem hún ætlaði að syngja,
Svo ókum við af stað.
Þegar hún gekk við hlið mér
upp að pallinum, þar sem mikil-
menni Ameríku voru saman-
komin til þess að heiðra hana,
var hönd hennar stöðugri en
mín. Hún leit einu sinni upp til
hinnar stóru líkneskju, með
sorgardrættina í hrukkóttu
andlitinu. Því næst sneri hún
sér að áheyrendunum, sem
voru komnir til að hlusta á söng
hennar og votta almennum
mannréttindum stuðning sinn
með návist sinni.
Áheyrendurnir voru um 75
þúsund. Það er ekki á mínu
færi að lýsa slíkum fjölda
karla, kvenna og barna, sem
bíður með eftirvæntingu, í
kyrrð og þögn. Það er ómögu-
legt að lýsa því, er slík mann-
þyrping einbeitir allri athygli
sinni að einni persónu. Þegar
maður lítur yfir fólkið, er eins
og maður lyftist upp, fljóti á
hafi — og það var haf, með
sterkum straumi tilfinninga,
sem streymdi frá áhorfendunum
til hinnar beinvöxnu konu, er
stóð róleg og viðbúin hjá píanó-
inu á pallinum.