Úrval - 01.10.1946, Side 119
LISTAMANNALlF
IIT
legs anda; hún livatti Ameriku
til að svifta til hliðar tjaldi
tepruskaparins.
Og hér stóð hún, á sviði
Hljómlistarhallarinnar í Boston,
í miðju Nýja Englandi, sem
hafði lagt þessa bölvun á Ame-
ríku. Og hún var reið og móðg-
uð yfir gagnrýninni, sem að
henni var stefnt, og fjandskap
borgaryfirvaldanna.
Hún stóð á sviðinu og benti á
afsteypur af grískum líkneskj-
um, sem prýða þann sal.
„Þetta eru ekki grískir guðir
— þeir eru falsaðir! Og þið eruð
eins fölsuð og þessar gibsmynd-
ir. Þið vitið ekki hvað fegurð
er!“
Og svo reif hún skikkju sína,
svo að brjóst hennar varð bert
og hrópaði: „Þetta — þetta er
fegurð!“
Blöðin skýrðu aldrei frá þess-
ari ögrun orðrétt. En Isadora
var svona gerð, full sjálfsfóm-
ar og ofsa. Ég skýri frá þessu
hér, vegna þess að það varð til
þess að blöðin lögðu hana í ein-
elti með ósæmilegum dylgjum
og fyrirlitningu. Blöðin tala
virðulegar nú um stúlku, sem
hefir það að atvinnu að tína af
sér spjarimar á leiksviði, held-
ur en þau ræddu um Isadora
fyxir tuttugu og fimm árum.
Það er hin sorglegu örlög allra
uppreisnarmanna, að fæðast of
snemma.
Ég, fyiir mitt leyti, ætlaði
mér ekki þá að dæma Xsadoru
þá eða síðar. Enda þótt ég
hefði fundið til hinnar þægilegu
máttarkenndar, sem veitir sum-
lun mönnum rétt til að dóm-
fella aðra, þá hefði ég ekki haft
tíma til þess. Ég varð að láta
hendur standa fram úr ermum,
ef unnt yrði að bjarga sýning-
unum.
Þegar ég kom til Boston,
hafði Curley borgarstjóri lýst
því yfir, að Xsadora fengi ekki
að halda sýningu þar meðan
hann sæti í borgarstjórasess-
inum.
Ég ræddi við blaðamennina
og reyndi að skýra viðhorf Isa-
doru. „Látið hana skýra það
sjálfa,“ sögðu þeir. Ég féllst á
að hún talaði við blaðamennina,
ef vera mætti, að það bætti eitt-
hvað úr skák.
Isadora var ræðin. Hún réðst
á hreintrúarstefnu Nýja Eng-
lands og taldi hana sjúkdóm,
sem hefði tekið Bostonbúa
heiftúðlegum tökum. Hún hæddi
mjög „leyndan losta“ þeirra.
Hún kvaðst heldur vilja dansa