Úrval - 01.10.1946, Side 121
LISTAMANNALlF
119'
verið boðið. En hún kom samt
klædd glæsilegum samkvæmis-
kjól.
Það flaug eins og eldur í sinu,
að Isadora væri komin, og brátt
þyrptust allir til hennar og hún
varð umkringd aðdáendum.
Skáldin sátu við fætur hennar
og kepptust um að yrkja um
fegurð hennar, yndisþokka og
listgáfu.
Essenine stóð hinumegin í
herberginu og gaf öllu gætur.
Enn einu sinni rændi hún hann
þeirri hylli, sem honum bar. Það
hafði alltaf gengið á þessu, frá
því að þau fóru frá Rússlandi. I
Rússlandi var hann ávalt hinn
mikil Essenine, snillingurinn,
arftaki Pushkins. En hver
kannaðist við Essenine í Berlín,
París eða Ameríku ? Allt snerist
um Isadoru. Og hérna, í heim-
kynni vina hans, í samkvæmi,
sem var haldið honum til heið-
urs — enn var Isadora miðdep-
illinn. Og hann fylgdist vel með
því, sem gerðist, og drakk og
drakk.
Svo bauð einhver Isadoru upp
í dans og hún reis yndisleg úr
sæti sínu. Essenine ætlaði að
henda sér út um glugga, en var
stöðvaður á síðasta augnabliki.
Þá rauk hann á dyr og hljóp út
á götuna, frakkalaus og hatt-
laus.
Skáldin tóku á rás á eftir
honum, en hann æddi fram og
aftur um strætin, og hrópaði á
rússnesku: „Hey, Amerikan-
ski!“ Að lokum tók umferðar-
lögregluþjónn hann höndum og
afhenti hann vinum hans.
Þegar þeir höfðu komið inn
í húsið aftur, hófust ólætin á
nýjan leik. Isadora, sem hafði
flúið inn í svefnherbergi, sendi
þau skilaboð, að bezt væri að
hella köldu vatni yfir höfuð
hans, en það varð aðeins til að
æsa hann enn meir. Læknir,
sem var meðal gestanna, ráð-
lagði að binda hann og skáldin
samþykktu það, að vísu hálf-
nauðug.
Loks gafst Essenine upp og
bað um að verða leystur.
Skömmu síðar hélt hann heim-
leiðis, en Isadora varð um kyrrt
til morguns, því að hún þorði
ekki að fara heim.
Þegar frásögnin af þessum
atburði birtist í blöðunum dag-
inn eftir, símaði Isadora til mín.
Það var hlátur í rödd hennar.
„Hvernig lízt þér á elskuna
mína?“ spurði hún glaðlega.
Isadora hafði ávalt afsökun;
á reiðum höndum, þegar fram-