Úrval - 01.10.1946, Page 124
122
tTRVAL
fyrirgengin. Fagur líkami henn-
ar var orðinn feitur og skvap-
holda, og hár sitt hafði hún lit-
að rautt.
Andlitið var orðið skorpið og
hrukkótt, en í djúpi augnanna,
sem enn voru fögur, bjó hinn
óbætanlegi ástarharmur. Þó að
Serge Essenine væri grimmur,
ertinn og ótrúr, hafði hann þó
verið holdi klædd hugsjón henn-
ar um síunga og eilífa fegurð,
og hún hafði fyrirgefið honum
allt af guðdómlegri rausn.
Þegar við skildum, ákváðum
við að borða saman áður en
langt um liði. Ég bauð henni til
miðdegisverðar einum eða
tveim dögum síðar.
Ég hafði annan gest með mér,
unga stúlku frá New York, og
spurði hana hvort henni væri
ekki sama þó að Isadora borðaði
með okkur. Hún varð himinlif-
andi yfir því að hitta hina nafn-
toguðu Isadoru. Maturinn var
góður og nóg vín. Það lá ágæt-
lega á Isadoru — þunglyndi
hennar var fokið út í veður og
vind.
Hún þráði meira f jör og fleiri
félaga. Hún var sífellt að leita
að andlitum, sem hún þekkti og
veifaði stöðugt með berum
handleggjunum.
Ungir menn tóku að hópast
að borði okkar. Stólar voru sótt-
ir, annað borð í viðbót, og enn
fleiri stólar. Meira vín var pant-
að. Það heyrðist ekki mannsins
mál fyrir kliði hinni nýkomnu
gesta.
Hið fámenna miðdegisverðar-
boð var að verða að stórveizlu
á minn kostnað. Mér leizt ekki
á blikuna. Mér féll illa að sjá
Isadoru umkringda þessum
sníkjudýrum. Og stúlkan, sem
með mér var, var sama sinnis.
Hún hallaði sér að mér og
hvíslaði: „Kannske ég ætti að
láta mér verða illt í höfðinu?“
Ég reyndi að fá hana ofan af
þessu, en hún sat við sinn keip.
Iiún brá hendinni upp að enn-
inu og leit vesældarlega á mig.
Ég hnippti í Isadoru.
„Mér þykir leitt,“ sagði ég,
„að ungfrúin — hefir fengið
höfuðverk. Ég verð að fylgja
henni heim.“
„Hversvegna? Láttu hana
fara eina. Þú verður kyrr.“
Ég andmælti, og Isadora varð
snefsin.
„Þið Ameríkumenn drekkið
ekki annað en blávatn! Það er
blávatn í æðum ykkar! Þið
kunnið ekki listina að lifa!“
Ég borgaði reikningin eins