Úrval - 01.10.1946, Side 125
LISTAMANNALlF
123
og hann var, og bauð góðar
nætur. Isadora sat eftir um-
kringd hópi ungra aðdáenda,
sem voru jafn hungraðir og
þeir voru félausir.
Nokkrum dögum seinna kom
sendimaður frá hótelinu til mín.
„Herra Hurok? Þér skuldið
hótelinu 26 þúsund franka ... “
Ég neitaði. Sendimaðurinn
dró þá upp reikning, en aftan á
hann var skrifað með hendi
Isadoru: „S. Hurok, umboðs-
maður listamanna, Hotel Conti-
nental.“
Á reikninginn var bætt 2
þúsund frönkum í drykkjupen-
inga!
Næst frétti ég það af Isadoru,
að hún hefði fyrirfarið sér í
Nizza, hengt sig í hálsklútnum
sínum í bíl.
Fyrirfarið sér?
Já, ég trúi því statt og stöð-
ugt að hún hafi fyrirfarið sér.
Ef til vill ekki af ásettu ráði
-— það er of hrottalegur dauð-
dagi að festa hálsklút sinn í
bifreiðarhjóli og hengjast á
þann hátt.
En ég er viss um að hún þráði
dauðann, og ef hún hefði ekki
dáið af völdum þessa slyss, þá
hefði hún látizt af öðru slysi.
Ég veit, að Isadora unni líf-
inu heitar en nokkur manneskja
önnur, að hún var tákn lífsins,
hins auðuga, gjöfula og glaða
lífs. Ég veit líka, að hún lifði
lífinu til hins ítrasta, gaf sig
óhikað á vald listarinnar og
ástarinnar, og að hún hirti
ekkert um brauðstritið og aðra
smámuni, sem við hin erum
flækt í.
En þegar ég hugleiði enda-
lok hennar sé ég hana sitja í
auðu herbergi, og gluggatjöldin
dregin fyrir, til þess að varua
sólarljósinu að komast inn. Ég
hugsa um sorg hennar yfir
barnamissinum og hinum dána
elskhuga. Ég hugsa líka um það,
hve hún harmaði ættland sitt,
landið sem hún unni, en aldrei
sýndi henni virðingarvott, held-
ur ataði nafn hennar auri.
Hún var mikil byltingarkona.
Það var hennar verk, að kon-
urnar losnuðu bæði við lífstykk-
in og kreddurnar. Hún veitti
sólarljósi og hreinu lofti inn í
líf og hugsunagang okkar allra;
hún braut engu síður hlekki
andans en holdsins.
Samt sat þessi mikla kona að
síðustu einmana í dimmu her-
bergi og leitaði huggunar í
áfenginu. Hún hörfaði lengra