Úrval - 01.10.1946, Síða 126
124
ÚRVAL
og lengra frá lífinu, sem hún
hafoi elskað og sem hafði farið
um hana svo hörðum höndum.
Það var aðeins í ættlandi
hennar, að hún hlaut enga við-
urkenningu. I Sovétríkjunum
var hún dáð. Þegar hún var
jörðuð, barzt sveigur af rauð-
um blómum með áletruninni:
„Hjarta Rússlands grætur Isa-
doru.“ Ef hún hefði verið kyrr
í Rússlandi, myndi hún hafa
lifað til elli og notið sæmdar og
virðingar.
En hún þráði ávalt viður-
kenningu Ameríku.
Hvenær, sem ég kem til San
Franciseo og blaðamenn spyrja
mig um hina eða þessa dans-
mey, minni ég þá á frægustu
dóttur San Franciscoborgar.
Og ég spyr, hvernig á því
standi, að í hinum fögru
skemmtigörðum borgarinnar,
þar sem Isadora lærði fyrst að
elska Ijós og loft lífsins, hafi
henni ekki enn verið reistur
neinn minnisvarði.
Hin óviðjafnanlega.
AÐ hefir verið skrifað svo
mikið um Pavlovu, hve mik-
il listakona hún hafi verið, hve
gjafmild, hve ströng og blíð hún
hafi verið við stúlkurnar sínar,
og heil bók hefir verið rituð til
þess að sanna, að hún hafi ekki
kunnað skil á hljóðfalli! En
enginn hefir fjölyrt um það, að
Anna Pavlova var kona, sem
unni lífinu af öllu hjarta, gleði
þess og ævintýrum. Þrátt fyrir
hinar ströngu æfingar hennar í
keisaralega Ballettskólanum og
þótt hún svíkist aldrei um, var
hún að öðru leyti engin nunna.
Hún elskaði lífið og mundi hafa.
notið þess til fulls, ef hún hefði
ekki verið þræll hæfileika sinna.
Og hún var vonsvikin kona allt
sitt líf; hún fór á mis við ástina.
Árið 1920 frétti ég að
Pavlova væri væntanleg til
Ameríku. Það féll í minn hlut
að sjá um för hennar um Nýja
England. Að þeirri för lokinni,
hafði mér tekizt að gera samn-
ing við hana, þar sem ég tók að
mér að sjá um næsta sýninga-
tímabil hennar. Ég var ham-
ingjusamur maður.
Á þessu tímabili hófust hin
ógleymanlegu kynni mín af
Pavlovu. Þegar við höfðum
farið um landið þvert og endi-
langt, gist í lélegum gistihús-
um og farið langar og leiðin-