Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 131
TIL LESENDANNA.
Framhald af 4. kápusíðu.
Af þessu sést, að tæpir tveir þriðju hlutar efnisins eru
fengnir frá Ameríku, rúmur fjórðungur frá Englandi, og
röskur tíundi hluti frá Norðurlöndum. Af efni frá Ameríku
munar einna mest um tækni- og vísindagreinar, enskar grein-
ar eru jafnar skiptar, en greinar frá Norðurlöndum fjalla
öðru fremur um listir, bókmenntir og sögu.
Þannig hefir þá Úrval hagað aðdráttum sínum, og þó að
þessar tölur sýni, að Úrval hefir hagnýtt sér nokkuð það
efni sem „Reader’s Digest“ hefir valið og birt úr tímaritum
og öðru prentuðu máli Ameríku, fer því víðs fjarri að það
sé eingöngu þýðing úr „Reader’s Digest“.
Til að fyrirbyggja allan misskilning í sambandi við þessar
hugleiðingar, skal það tekið fram, að Úrval miðar efnisval
sitt á engan hátt við það frá hvaða landi það er, heldur ein-
ungis hvað það telur að sé íslenzkum lesendum til fróðleiks
og ánægju. Á hinn bóginn gerir það sér grein fyrir, að því
víðar sem efnið er aðfengið, þeim mun betri útsýn gefur það
yfir menn og málefni í hinum stóra heimi. Og Úrval hefir
fullan hug á að sækja á fleiri og f jarlægari mið eftir því sem
um rýmkast á sviði hins prentaða orðs.
ÚRVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, afgreiðsla Tjarnargötu 4, Pósthólf 365. —
Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru beðnir að snúa sér til afgreiðsl-
unnar. Ætlazt er til, að hvert hefti sé greitt við móttöku. Á hinn
bóginn fylgja áskriftinni engar skuldbindingar um að kaupa tímaritið
fyrirfram ákveðinn tíma, en með því að gerast áskrifandi tryggið þér
yður að fá tímaritið sent til yðar undir eins og það kemur út. 'Órval
er sent til allra bóksala á landinu og getur hver og einn gerzt áskrif-
andi hjá næsta bóksala.
ÚTGBFANDI STEINDÓRSPRENT H.F,