Úrval - 01.08.1949, Side 2
„Daginn sem við flugum
flugdre,kunum.“
Framhald a£ 3. kápusíöu.
rétt hjá þér, þetta er of góður
dagur til að sleppa lionum."
Annar ártugur leið. Heimsstyrj-
öld var um garð gengin. Allt
kvöldið höfðum við verið að spyrja
heimkominn hermann, yngsta son
Patricks, um reynslu hans sem
herfanga. Hann hafði talað hik-
laust og frjálsmannlega, en nú
þagði hann góða stund. Hvað var
hann að hugsa um — hvaða ógnir
og skelfingar ásóttu huga hans?
„Heyrið þjð,“ sagði hann og
brosti um leið. „Munið þið eftir
. . . nei, auðvitað munið þið það
ekki. Það hefur sjálfsagt ekki
haft sömu áhrif á ykkur og mig.“
Hg þorði varla að tala. „Munum
hvað ?“
„Ég hugsaði oft um það í fanga-
búðunum, þegar mest blés á móti.
Munið þið daginp sem við flugum
flugdrekunum ?“
Veturinn kom og með honum
sú þungbæra skylda að heimsækja
frú Patrick til að votta henni
samúð vegna fráfalls manns henn-
ar. Eg kveið mikið fyrir þeirri
heimsókn. Ég gat ekki ímyndað
mér, að hún gæti lifað án manns-
ins síns.
Við töluðum dálítið um fjöl-
skyldu mína og barnabörnin henn-
ar og breytingarnar sem orðið
hefðu í borginni. Svo varð þögn
og hún horfði í gaupnir sér. Eg
ræskti mig. Nú varð ég að segja
eitthvað um missi hennar, og þá
færi hún að gráta.
Þegar frú Patrick leit upp, var
hún brosandi. „Ég var að ryfja
upp gamla endurminningu,“ sagði
hún. „Henry skemmti sér konung-
lega þann dag. Frances, manstu
daginn sem við flugum flugdrek-
unum ?“
Leiörétting.
1 greininni „Ný aðferð við
geymslu á eggjum,“ í síðasta hefti
Úrvals er villa, sem rétt þykir að
leiðrétta. Á bls. 77 er talað um að
egg séu geymd í „vatnsglösum“.
Þetta er þýðing á danska oröinu
„Vandglas“, og hélt ritstjórinn í
fáfræði sinni, að hér væri um
venjuleg vatnsglös að ræða, en
nú hefur góðviljaður lesandi bent
honum á, að hér sé um kemiskt
efni að ræða, kísilsamband, sem
uppleyst í vatni er notað m. a. til
að geyma i egg.
Úrval
tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, afgreiðsla Tjarnargötu 4,
Pósthólf 365. — Nýir áskrifendur snúi sér til afgreiðslunnar eða
næsta bóksala.
ÚTGEFANDI STEINDÓRSPRENT H.F.