Úrval - 01.08.1949, Síða 4
2
■qrval
aði hans fyrst sem hermanns á
vetrarvígstöðvunum í Rúss-
íandi.
Af upplýsingum um ævi hans
fæst heildarmynd af bráðþroska
uhgling, sem þegar frá upphafi
bar í sér rótleysi og efagirni
ættstofns síns, og sem hlaut þau
örlög að fá heimsmynd sinni
breytt í hræðilega martröð fyrir
áhrif ytri atburða. Hann fædd-
ist í Hamborg 1921, vann að
loknu skólanámi í bókabúð, en
vegna brennandi áhuga á leik-
list, komst hann fljótlega að sem
leikari í Luneburg. Tvítugur var
hann kallaður í herinn og send-
ur á austurvígstöðvarnar, þar
sem hann særðist eftir nokkra
mánuði og var sendur heim —
ef til vill þó ekki eingöngu af
þeirri ástæðu, því að í heimfar-
arleyfinu var innifalin átta mán-
aða fangelsisvist. Um afbrot
hans er hvergi getið, en hægt
er að geta sér til um það; dug-
andi hermaður hefur Borchert
vissulega ekki verið, og leið hans
frá óvirkri mótstöðu til virkrar
friðarbaráttu hlýtur að hafa
verið stutt. Þessi fyrsta fang-
elsisvist hans varð raunar ekki
sú síðasta; 1944 var hann aft-
ur tekinn fastur og settur í hið
illræmda fangelsi í Moabit, en
það var fyrsti samastaður
þeirra, sem voru yfirvöldunum
pólitískur þymir í auga, en
höfðu ekki unnið sér til vistar
í fangabúðum.
Eftir að hann var látinn laus,
hélt hann áfram leikstarfsemi
sinni, las upp kvæði eftir sjálf-
an sig á kabarettkvöldum i
Hamburger Bronzekeller og var
aðstoðarleikstjóri við ýms lit.il
leikhús. Tilboði frá baðstaðnum
Westerland 1945 um að setja á
svið „Salome'1 varð hann að
hafna; sjúkdómurinn, sem var
hitasótt, áþekk malaríu, hafði
brotizt út aftur og batt hann
við rúmið það sem eftir var æv-
innar.
Snemma hausts 1947 var hann
lagður á St. Clara sjúkrahúsið
í Basel að tilhlutun nokkurra
vina, og þar dó hann 20. nóv-
ember. Miskunnarleysi tilver-
unnar glotti við honum til hinztu
stundar; dauða hans bar að
höndum daginn áður en leikrit
hans „Draussen vor der Tiir“ var
fmmsýnt í fyrsta skipti í fæð-
ingarborg hans. Hefði hann lif-
að einu ári lengur, hefði honum
auðnast að sjá hvemig leikrit,
sem „ekkert leikhús vill leika og
engir áhorfendur sjá“, svo að
notuð séu orð hans sjálfs, dró