Úrval - 01.08.1949, Síða 6

Úrval - 01.08.1949, Síða 6
4 ÚRVAL skap sinn, mælir eitt sinn fram orðskvið, sem í gáskafullri kald- hæðni er táknrænn fyrir skáld- skap Borcherts: „Það er líkt farið um sannleikann og vænd- iskonuna: allir þekkja hann, en það er óþægilegt að mæta hon- um á almannafæri." Hið mikla vandamál: sann- leikurinn gegn tækifærisstefnu og tungumjúkri lygi er þannig ráðandi í skáldskap þessa unga þýzka skálds. Raunar er þetta ekki persónulegt vandamál Bor- cherts, afstaða hans er skýr. Hann stefnir að því að vera hinn ómútuþægi boðberi sannleikans í samfélagi heflaðra lygalaupa, maðurinn með lyklana, teiknar- inn, sem hafnar með fyrirlitn- ingu hverri tilhneigingu til falskrar fegrunar. Sennilega verður að telja þessa afstöðu hans sprottna af reynslu hans sem friðsams hermanns og þrjózkufulls fanga. Hann virð- ist á sinn hátt hafa öðlazt þá innsýn, að áframhaldandi sjálfs- blekking og tregða á því að horf- ast í augu við veruleikann muni gera framtíð þýzku þjóðarinn- ar enn erfiðari, og enn flóknari en hún gæti orðið ella. Þannig verður þá hinri sund- urlausi skáldskapur hans, sem býr þó jafnframt yfir sérkenni- legu innra samhengi, einskonar ofstækisfull sannleiksboðun, friðarprédikun í framhaldi af skáldskap Remarques, en mögn- uð sóttheitum, leiftrandi frá- sagnarhraða innsæisstefnunnar (expressionismans). Smásögur hans eru naktar, einfaldar speg- ilmyndir af stríðsmerktri tilveru, sögubrot án fléttaðra atburða- rása og annarra persónulýsinga en þeirra sem einkenna hina nafnlausu heild, og án annarrar sálarlífslýsingar en þeirrar, sem gráfölt skin olíulampans varp- ar á köld og sveitt andlit og titrandi hendur. Það er ekki vottur af ævintýraljóma yfir þáttum hans frá vígstöðvunum við Gorodok og Smolensk, aðeins ömurleiki, aur og lús, alger upp- gjöf og kvalafull, spyrjandi óp. Sléttan umhverfis er óhugnan- lega hvít í vetrarsól, snjó og fjörutíu gráða kulda. Og mann- dýrin, sem skríða eins og læm- ingjar í snjónum, eru í hróp- andi mótsögn við hreinleikann: gráar tötrahræður með ísnálar í skegginu. Stöku persóna sker sig úr hópnum: vélbyssuskytt- an, sem syngur þýzka jólasálma á verðinum til þess að bægja frá sér hinni óendanlegu þögn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.