Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 6
4
ÚRVAL
skap sinn, mælir eitt sinn fram
orðskvið, sem í gáskafullri kald-
hæðni er táknrænn fyrir skáld-
skap Borcherts: „Það er líkt
farið um sannleikann og vænd-
iskonuna: allir þekkja hann, en
það er óþægilegt að mæta hon-
um á almannafæri."
Hið mikla vandamál: sann-
leikurinn gegn tækifærisstefnu
og tungumjúkri lygi er þannig
ráðandi í skáldskap þessa unga
þýzka skálds. Raunar er þetta
ekki persónulegt vandamál Bor-
cherts, afstaða hans er skýr.
Hann stefnir að því að vera hinn
ómútuþægi boðberi sannleikans
í samfélagi heflaðra lygalaupa,
maðurinn með lyklana, teiknar-
inn, sem hafnar með fyrirlitn-
ingu hverri tilhneigingu til
falskrar fegrunar. Sennilega
verður að telja þessa afstöðu
hans sprottna af reynslu hans
sem friðsams hermanns og
þrjózkufulls fanga. Hann virð-
ist á sinn hátt hafa öðlazt þá
innsýn, að áframhaldandi sjálfs-
blekking og tregða á því að horf-
ast í augu við veruleikann muni
gera framtíð þýzku þjóðarinn-
ar enn erfiðari, og enn flóknari
en hún gæti orðið ella.
Þannig verður þá hinri sund-
urlausi skáldskapur hans, sem
býr þó jafnframt yfir sérkenni-
legu innra samhengi, einskonar
ofstækisfull sannleiksboðun,
friðarprédikun í framhaldi af
skáldskap Remarques, en mögn-
uð sóttheitum, leiftrandi frá-
sagnarhraða innsæisstefnunnar
(expressionismans). Smásögur
hans eru naktar, einfaldar speg-
ilmyndir af stríðsmerktri tilveru,
sögubrot án fléttaðra atburða-
rása og annarra persónulýsinga
en þeirra sem einkenna hina
nafnlausu heild, og án annarrar
sálarlífslýsingar en þeirrar, sem
gráfölt skin olíulampans varp-
ar á köld og sveitt andlit og
titrandi hendur. Það er ekki
vottur af ævintýraljóma yfir
þáttum hans frá vígstöðvunum
við Gorodok og Smolensk, aðeins
ömurleiki, aur og lús, alger upp-
gjöf og kvalafull, spyrjandi óp.
Sléttan umhverfis er óhugnan-
lega hvít í vetrarsól, snjó og
fjörutíu gráða kulda. Og mann-
dýrin, sem skríða eins og læm-
ingjar í snjónum, eru í hróp-
andi mótsögn við hreinleikann:
gráar tötrahræður með ísnálar
í skegginu. Stöku persóna sker
sig úr hópnum: vélbyssuskytt-
an, sem syngur þýzka jólasálma
á verðinum til þess að bægja
frá sér hinni óendanlegu þögn