Úrval - 01.08.1949, Side 15
ÞRJÁR STUTTAR SÖGUR
13
rökkri, næturgalasöng og f jólu-
bláum sýrenusnjó.
Tim fékk ekki þannig sumar-
andlát. Tim fékk hið einmana,
ískalda vetrarandlát. Þegar ég
kom til að leysa Tim af, var yfir-
bragð hans undarlega gult í
samanburði við snjóinn. Það var
margult og liturinn stafaði þó
ekki frá tunglinu, því að það
var ekki á lofti. Samt stóð Tim
þarna í náttmyrkinu og var eins
og leir. Jafngulur og leirinn í
hinum hráköldu leirgryfjum í
úthverfinu heima. Þar lékum við
okkur einu sinni endur fyrir
löngu að því að hnoða myndir
úr leirnum. En ég hafði aldrei
ímyndað mér, að Tim gæti ver-
ið úr leir líka.
Þegar Tim fór á vörð, vildi
hann ekki setja á sig stálhjálm-
inn.
„Mér þykir gott að finna næt-
urloftið,“ sagði hann.
„Þú gerir svo vel að setja á
þig hjálminn," sagði liðþjálf-
inn okkar. „Þegar minnst von-
um varir skeður eitthvað, og
þá fæ ég skammir fyrir
heimsku. Eftir á verð ég
skammaður fyrir heimsku.“
Og þá horfði Tim lengi á lið-
þjálfann. Og hann horfði beint
í gegnum hann, alt til enda ver-
aldar. Svo hélt Tim eina af hin-
um miklu ræðum sínum.
„Heimskir erum við alltaf,“
sagði Tim frammi við dyrnar,
„allir erum við upp til hópa jafn-
heimskir. Við höfum brennivín,
jass, stálhjálma og brúðir, hús,
kínverskan múr og lampa —
sei, sei já, allt þetta höfum við.
En við höfum þetta af eintóm-
um ótta. Sem vörn gegn ótta
höfum við það. En heimskir er-
um við og munum verða, víst
er það. Við látum ljósmynda
okkur af ótta og getum börn
af ótta, og af ótta hingsólum
við í kringum kvenfólkið, alltaf
í kringum kvenfólkið, og lampa-
kveikjunum stingum við af ótta
niður í olíu og viðhöldum á þeim
ljósinu. En heimskir munum við
alltaf verða. Allt gerum við af
ótta, sem vörn gegn ótta. Samt
hjálpar okkur ekkert af þessu.
Rétt sem við ætlum að fara að
gleyma lífi okkar fyrir undir-
kjól úr silki eða svolítinn nætur-
galasöng, læsir óttinn klóm sín-
um í okkur. Rétt þá byrjar hann
að hósta einhvers staðar. Og þá
er vissulega lítil stoð í stál-
hjálmi. Þá stoða hvorki hús né
brúðir, brennivín né stálhjálm-
ar.“
Þetta var ein af hinum miklu