Úrval - 01.08.1949, Side 15

Úrval - 01.08.1949, Side 15
ÞRJÁR STUTTAR SÖGUR 13 rökkri, næturgalasöng og f jólu- bláum sýrenusnjó. Tim fékk ekki þannig sumar- andlát. Tim fékk hið einmana, ískalda vetrarandlát. Þegar ég kom til að leysa Tim af, var yfir- bragð hans undarlega gult í samanburði við snjóinn. Það var margult og liturinn stafaði þó ekki frá tunglinu, því að það var ekki á lofti. Samt stóð Tim þarna í náttmyrkinu og var eins og leir. Jafngulur og leirinn í hinum hráköldu leirgryfjum í úthverfinu heima. Þar lékum við okkur einu sinni endur fyrir löngu að því að hnoða myndir úr leirnum. En ég hafði aldrei ímyndað mér, að Tim gæti ver- ið úr leir líka. Þegar Tim fór á vörð, vildi hann ekki setja á sig stálhjálm- inn. „Mér þykir gott að finna næt- urloftið,“ sagði hann. „Þú gerir svo vel að setja á þig hjálminn," sagði liðþjálf- inn okkar. „Þegar minnst von- um varir skeður eitthvað, og þá fæ ég skammir fyrir heimsku. Eftir á verð ég skammaður fyrir heimsku.“ Og þá horfði Tim lengi á lið- þjálfann. Og hann horfði beint í gegnum hann, alt til enda ver- aldar. Svo hélt Tim eina af hin- um miklu ræðum sínum. „Heimskir erum við alltaf,“ sagði Tim frammi við dyrnar, „allir erum við upp til hópa jafn- heimskir. Við höfum brennivín, jass, stálhjálma og brúðir, hús, kínverskan múr og lampa — sei, sei já, allt þetta höfum við. En við höfum þetta af eintóm- um ótta. Sem vörn gegn ótta höfum við það. En heimskir er- um við og munum verða, víst er það. Við látum ljósmynda okkur af ótta og getum börn af ótta, og af ótta hingsólum við í kringum kvenfólkið, alltaf í kringum kvenfólkið, og lampa- kveikjunum stingum við af ótta niður í olíu og viðhöldum á þeim ljósinu. En heimskir munum við alltaf verða. Allt gerum við af ótta, sem vörn gegn ótta. Samt hjálpar okkur ekkert af þessu. Rétt sem við ætlum að fara að gleyma lífi okkar fyrir undir- kjól úr silki eða svolítinn nætur- galasöng, læsir óttinn klóm sín- um í okkur. Rétt þá byrjar hann að hósta einhvers staðar. Og þá er vissulega lítil stoð í stál- hjálmi. Þá stoða hvorki hús né brúðir, brennivín né stálhjálm- ar.“ Þetta var ein af hinum miklu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.