Úrval - 01.08.1949, Síða 21
UM NÝJUNGAR 1 KRABBAMEINSRANNSÓKNUM
19
að geislar, sem notaðir eru til
að lækna illkynja æxli, skuli
einnig geta komið þeim af stað.
Hliðstæð dæmi eru þó mjög al-
geng innan læknisfræðinnar, þ.e.
a.s. að lyf, sem í takmörkuð-
um skömmtun verka læknandi,
geta í stórum skömmtum verið
hið versta eitur.
Alþekkt dæmi um æxlismynd-
un af völdum geislavirkra efna
er frásagan um verksmiðju-
stúlkurnar í New Jersey i
Bandaríkjunum. Stúlkur þessar
unnu við framleiðslu á vasaúr-
um með sjálflýsandi tölustöf-
um. í málningunni, sem notuð
var á tölustafina, var geisla-
virkt efni,. og þegar stúlkurnar
báru hana á, sleiktu þær pensil-
inn. Við það barst nokkuð af
málningu upp í stúlkurnar, ofan
í þær og síðan með blóðinu út
um líkamann. Hið geislavirka
efni settist að í mergnum og
framkallaði myndun illkynja
æxla í beinunum, eftir langan
tíma.
En það eru ekki aðeins fram-
andi efni eins og tjara og radí-
um, sem nota má til að koma
af stað krabbameinsvexti í til-
raunadýrum, til þess má einnig
nota efni, sem líkaminn sjálfur
myndar og sinna ákveðnu verk-
efni í eðlilegri starfsemi hans.
Eins og kunnugt er, verka kyn-
hormón þau, sem myndast í
eggjastokkum kvenna og kven-
dýra, örvandi á vöxt kirtilfrum-
anna í brjóstkirtlinum. Ef kven-
kynhormón er dælt í stórum
skömmtum í langan tíma í mýs,
myndast krabbamein í brjóst-
kirtli meira en helmings þeirra
músa sem dælt er í. Þetta á
jafnt við hvort sem kven- eða
karldýr eru notuð. Kvenmýs fá
að vísu krabbamein í brjóstkirt-
ilinn, ef þær verða gamlar, í viss-
um fjölda tilfella, án þess nokk-
uð sé að gert, og þyrfti því
ekki að vera hormóninndæling-
unni að kenna í þeim tilfellum,
Hitt er aftur á móti mjög sjald-
gæft að karlmýs fái krabbamein
í brjóstkirtilinn og mun hor-
móninndælingin því án efa eiga
sök á krabbameinsmyndinni hjá
þeim.
Eitt atriði, sem styður það að
kvenkynhormón eigi einnig
nokkurn þátt í myndun krabba-
meins í brjóstkirtli kvenmús-
anna skal nú rakið. Til eru músa-
stofnar, þar sem flest kvendýrin
fá krabbamein í brjóstkirtilinn,
nái þau háum aldri. Ef eggja-
stokkarnir eru teknir úr þess-
um dýrum meðan þau eru ung,