Úrval - 01.08.1949, Page 21

Úrval - 01.08.1949, Page 21
UM NÝJUNGAR 1 KRABBAMEINSRANNSÓKNUM 19 að geislar, sem notaðir eru til að lækna illkynja æxli, skuli einnig geta komið þeim af stað. Hliðstæð dæmi eru þó mjög al- geng innan læknisfræðinnar, þ.e. a.s. að lyf, sem í takmörkuð- um skömmtun verka læknandi, geta í stórum skömmtum verið hið versta eitur. Alþekkt dæmi um æxlismynd- un af völdum geislavirkra efna er frásagan um verksmiðju- stúlkurnar í New Jersey i Bandaríkjunum. Stúlkur þessar unnu við framleiðslu á vasaúr- um með sjálflýsandi tölustöf- um. í málningunni, sem notuð var á tölustafina, var geisla- virkt efni,. og þegar stúlkurnar báru hana á, sleiktu þær pensil- inn. Við það barst nokkuð af málningu upp í stúlkurnar, ofan í þær og síðan með blóðinu út um líkamann. Hið geislavirka efni settist að í mergnum og framkallaði myndun illkynja æxla í beinunum, eftir langan tíma. En það eru ekki aðeins fram- andi efni eins og tjara og radí- um, sem nota má til að koma af stað krabbameinsvexti í til- raunadýrum, til þess má einnig nota efni, sem líkaminn sjálfur myndar og sinna ákveðnu verk- efni í eðlilegri starfsemi hans. Eins og kunnugt er, verka kyn- hormón þau, sem myndast í eggjastokkum kvenna og kven- dýra, örvandi á vöxt kirtilfrum- anna í brjóstkirtlinum. Ef kven- kynhormón er dælt í stórum skömmtum í langan tíma í mýs, myndast krabbamein í brjóst- kirtli meira en helmings þeirra músa sem dælt er í. Þetta á jafnt við hvort sem kven- eða karldýr eru notuð. Kvenmýs fá að vísu krabbamein í brjóstkirt- ilinn, ef þær verða gamlar, í viss- um fjölda tilfella, án þess nokk- uð sé að gert, og þyrfti því ekki að vera hormóninndæling- unni að kenna í þeim tilfellum, Hitt er aftur á móti mjög sjald- gæft að karlmýs fái krabbamein í brjóstkirtilinn og mun hor- móninndælingin því án efa eiga sök á krabbameinsmyndinni hjá þeim. Eitt atriði, sem styður það að kvenkynhormón eigi einnig nokkurn þátt í myndun krabba- meins í brjóstkirtli kvenmús- anna skal nú rakið. Til eru músa- stofnar, þar sem flest kvendýrin fá krabbamein í brjóstkirtilinn, nái þau háum aldri. Ef eggja- stokkarnir eru teknir úr þess- um dýrum meðan þau eru ung,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.