Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 22
20
URVAL
og myndun kvenkynhormóna
eggjastokkanna þar með hindr-
uð, fá dýrin ekki krabbamein
í brjóstkirtilinn, hversu gömul
sem þau verða. Frakkanum La-
cassagne tókst fyrstum manna
að fá fram myndun krabba-
meins í brjóstkirtli músa með
hormóninndælingu.
Enda þótt illkynja æxli hagi
sér mjög ólíkt því sem um smit-
andi sjúkdóm væri að ræða, hafa
menn lagt mikla vinnu í að leita
að hugsanlegu smitefni sem or-
sök til myndunar þeirra. Sú leit
hefur engan árangur borið hvað
manninn snertir, en sýnt hefur
verið fram á, að sum illkynja
æxli í dýrum orsakast af vírus
eða smitefni, sem er smágerð-
ara en smæstu bakteríur. Það
var árið 1911, að ameríski vís-
indamaðurinn Peyton Rous
rakst af tilviljun á hænu með
æxli, sem reyndist vera illkynja,
svokallað sark'mein. Rous tók
bita úr æxlinu, muldi í morteli,
þynnti grautinn og síaði síðan
gegnum smágerðustu síur, sem
héldu eftir öllum frumum og
bakteríum. Hinum síaða vökva
dældi hann síðan í heiibrigðar
hænur. í þeim myndaðist að
nokkrum tíma liðnum samskon-
ar illkynja æxli og í hænunni,
sem æxlisbitinn var tekinn úr.
Með áframhaldandi rannsóknum
sýndi Rous fram á, að hér var
um vírus, smitefni, að ræða, er
var bein orsök í myndun hænsa-
sarkmeinsins. En þá komu hinir
vantrúuðu og sögðu: Þetta er
ekkert æxli, eða það er að
minnsta kosti mjög frábrugðið
æxlum og vafasamt hvort það
skuli teljast með í þeim flokki
sjúkdóma. Síðan hefur mönn-
um tekizt að einangra vírus frá
fjölda tegunda illkynja æxla í
hænsnum og efast nú enginn um
orsakasamhengið þar á miiii.
En eitt er að vera hæna og
annað að vera maður og enda
þótt fróðlegt sé að vita um or-
sakir illkynja æxla í hænsnum,
þá er ekki einhlítt að draga af
því ályktanir um krabbamein í
mönnum. Það væri sök sér ef
dýrið væri spendýr. Að því at-
riði mun vikið síðar.
Ýmsir hafa haldið því fram
að krabbamein gangi í ættir,
þó að menn hafi ekki verið á
eitt sáttir um það, enda erfitt
að fá úr því skorið með vissu,
nema athuganir á mikium
fjölda komi til, þar sem fyrir
liggur örugg sjúkdómsgreining
eða ákvörðun dánarmeins ef
þvi er að skipta.