Úrval - 01.08.1949, Page 28
26
ÚRVAL
ræðum við ókunnuga. En sem
Ijósmyndari hef ég þann sið, að
virða fyrir mér andlit fólks, og
mér varð starsýnt á andlit
mannsins, sem sat vinstra meg-
in við mig. Hann var sennilega
nálægt fertugu, og það var ein-
hver særður svipur í augum
hans. Hann var að lesa blað á
ungversku, og eitthvað fékk mig
til að snúa mér að honum og
segja á ungversku: ,,Ég vona
að yður sé ekki á móti skapi
þó að ég líti á blaðið yðar?“
Maðurinn varð undrandi, að
vera ávarpaður á móðurmáli
sínu, en svaraði kurteislega:
„Þér megið lesa það núna. Ég
get lesið það seinna.“
Á þeim hálftíma, sem eftir
lifði ferðarinnar, töluðum við
mikið saman. Hann sagðist heita
Paskin. Þegar stríðið brauzt út
var hann lagastúdent, en var
sendur í vinnusveit til TJkraínu.
Seinna tóku Rússar hann hönd-
um og settu hann í að grafa
þýzk hermannalík. Eftir styrj-
öldina hafði hann farið hundruð
mílna fótgangandi þangað til
hann kom til Debrecen, stórr-
ar borgar í austur Ungverja-
landi, en þar átti hann heima.
Ég var kunnugur í Debrecen
og við töluðum stundarkorn um
borgina. Svo sagði hann mér
það sem eftir var af sögu sinni.
Þegar hann kom í húsið, þar
sem foreldrar hans og systkini
höfðu búið, bjó ókunnugt fólk
þar. Hann fór upp á loft, í íbúð-
ina sem hann og konan hans
höfðu búið í. Þar bjó einnig ó-
kunnugt fólk. Ekkert af þessu
fólki kannaðist við fjölskyldu
hans.
Þegar hann var á leiðinni út
úr húsinu, kom drengur hlaup-
andi á eftir honum og kallaði:
„Paskin basci! Paskin basci!‘c
Það þýðir Paskin frændi. Dreng-
urinn var sonur gamals ná-
granna hans. Hann fór heim til
drengsins og talaði við foreldra
hans. „Allt fólkið þitt er dáið,“
sögðu þau honum. „Nazistarnir
tóku þau og konuna þína og
fóru með þau í Auschwitz fanga-
búðirnar."
I Auschwitz voru einhverjar
illræmdustu fangabúðir Þýzka-
lands. Paskin hugsaði til gas-
klefanna og gaf upp alla von.
Dvöl hans í Ungverjalandi varð
nú óbærileg og nokkrum dögum
síðar lagði hann af stað gang-
andi, stalst yfir hver landamær-
in á fætur öðrum, unz hann kom
til Parísar. Honum hafði tekizt
að fá innflutningsleyfi til Banda-